Sunneva tjaldaði öllu til fyrir Bruce

Sunneva Einarsdóttir og hundurinn hennar, Bruce Wayne, voru glæsileg í …
Sunneva Einarsdóttir og hundurinn hennar, Bruce Wayne, voru glæsileg í afmælisveislunni í gær. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir tjaldaði öllu til í gær þegar besti vinur hennar, hundurinn Bruce Wayne, átti afmæli. Bruce er af tegundinni Tibetian Spaniel og varð í gær 11 ára.

Sunneva hélt glæsilegt afmælisboð í tilefni dagsins og dekraði almennilega við Bruce. Þau klæddu sig bæði upp fyrir veisluna, en Bruce skartaði ofurkrúttlegri silfurlitaðri slaufu í tilefni dagsins sem var í stíl við blöðrurnar og afmælishattana. 

Bruce er vel kunnugur fylgjendum Sunnevu enda hefur hann verið stór partur af lífi hennar og sést oft á myndum og í myndböndum sem hún birtir.

Sunneva og Bruce þegar hann var lítill hvolpur.
Sunneva og Bruce þegar hann var lítill hvolpur. Skjáskot/Instagram

Hæstánægður með afmæliskökuna

Það var að sjálfsögðu boðið upp á afmælisköku og kerti í veislunni, en Bruce fékk þó sína eigin köku úr lifrapylsu og rjóma. Af myndum að dæma virðist Bruce hafa verið hæstánægður með vel heppnaða afmælisveislu, en rjóminn virðist hafa hitt beint í mark.

Sunneva birti myndaröð frá deginum á Instagram með yfirskriftinni: „Besti vinur minn í öllum heiminum í 11 ár í dag. Til hamingju með afmælið Bruce Wayne, elska þig alltaf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar