Greindi óvart frá gælunafni kærustunnar

Kelce og Swift eru heitasta par í heimi um þessar …
Kelce og Swift eru heitasta par í heimi um þessar mundir. Samsett mynd

NFL-stjarnan Travis Kelce greindi óvart frá gælunafni kærustu sinnar, poppstjörnunnar Taylor Swift, í hlaðvarpsþættinum New Heights sem hann heldur úti ásamt bróður sínum Jason Kelce. Bræðurnir voru að ræða um amerískan fótbolta, enda báðir leikmenn í NFL-deildinni, og samfélagsmiðla- og fjölmiðlaathyglina sem fylgt hefur sambandi Kelce og Swift þegar hann missti gælunafnið óvart út úr sér og sagði Tay, sem er algeng stytting á nafninu Taylor. Íþróttamaðurinn gaf ekki frekari upplýsingar um Swift né samband þeirra. 

Swift og Kelce hafa átt athygli heimsbyggðarinnar síðustu mánuði, en poppstjarnan kynti undir orðróm um mögulegt ástarsamband hennar og Kelce í september. Síðan þá hefur parið verið duglegt að styðja hvort annað, Kelce hefur sést á tónleikum söngkonunnar víða um heim og Swift á leikjum Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningar þínar. Bjóddu vinunum heim í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningar þínar. Bjóddu vinunum heim í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar