Nöfn Karls og Katrínar ekki auglýsingabrella

Katrín prinsessa, Vilhjálmur prins, Meghan hertogaynja og Harry prins þegar …
Katrín prinsessa, Vilhjálmur prins, Meghan hertogaynja og Harry prins þegar allt virtist leika í lyndi. AFP

Rithöfundurinn Omid Scobie, höfundur bókarinnar Endgame um bresku konungfjölskylduna, neitar að nafnabirting í hollensku þýðingu bókarinnar hafi verið auglýsingabrella. 

Nöfn Karls konungs og Katrínar prinsessu birtust í hollensku þýðingunni í samhengi við þá aðila sem greindu frá áhyggjum af hör­unds­lit Archies, syni Harry og Meghan, áður en hann fæddist. Harry og Meghan greindu frá atvikinu en hafa aldrei nafngreint opinberlega aðilana. Ekki er víst hvort að nöfnin eru rétt og ekki er vitað hvernig nöfnin enduðu í bókinni. 

Scobie mætti í sjónvarpsviðtal á BBC í gær og neitaði að hann ætti þátt í því. Hann segist ekki vita hvernig nöfnin rötuðu inn í bókina. Hluti bókarinnar fjallar vissulega um atvikið en vegna lagalegra ástæðna gat hann ekki greint frá nöfnunum. 

Sagði hann að rannsókn væri hafin á hvernig nöfnin enduðu í þýðingunni. Sagðist hann aldrei hafa skrifað nöfnin inn í bókina. Scobie sagðist sár yfir þeim samsæriskenningum að nafnbirtingarnar væru auglýsingabrella fyrir bókina. „Þetta er allt pirrandi af því þetta er nokkuð sem gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Í hreinskilni sagt þá finnst mér alltaf eins og nöfnin skipta ekki máli fyrir umræðuna,“ sagði Scobie. 

Harry og Meghan sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna þar sem …
Harry og Meghan sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna þar sem þeim leið ekki vel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar