Succession, The Bear og Beef unnu stórsigur

Þættirnir Succession, The Bear og Beef sópuðu til sín verðlaunum …
Þættirnir Succession, The Bear og Beef sópuðu til sín verðlaunum á Emmy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Samsett mynd

Sjónvarpsþættirnir Succession, The Bear og Beef sópuðu til sín verðlaunum á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 

Þættirnir Succession og The Bear voru án efa sigurvegarar kvöldsins og hlutu sex Emmy-verðlaun hvor. Netflix-þættirnir Beef fylgdu fast á eftir með fimm Emmy-verðlaun. 

Þá fengu leikararnir Matthew Macfayden, Sarah Snook og Kieran Culkin öll verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum Succession, en Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir á meðan Mcfayden var valinn besti aukaleikarinn. 

Fjórða þáttaröð Succession kom út á síðasta ári og verður jafnframt sú síðasta, en þættirnir hlutu verðlaun sem bestu dramaþættirnir, fyrir handrit og fyrir leikstjórn. Jesse Armstrong, höfundur þáttanna, sagði það vera mjög dapurt að enda þættina en á sama tíma hafi fylgt því mikil ánægja að framleiða þá. 

Matthew Macfayden, Sarah Snook og Kieran Culkin hlutu öll Emmy-verðlaun …
Matthew Macfayden, Sarah Snook og Kieran Culkin hlutu öll Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í Succession. AFP

Bestu grínþættirnir

Leikarinn Jeremy Allen White var valinn besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear. Þá fengu aukaleikararnir Ayo Edebiri og Ebon Moss-Bachrach einnig verðlaun fyrir hlutverk sín í þáttunum. Þættirnir hlutu verðlaun sem bestu grínþættirnir, fyrir handrit og  fyrir leikstjórn. 

Leikkonan Jennifer Coolidge var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í þáttunum White Lotus. Þá hlaut leikkonan Niecy Nash Betts einnig verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Monster: The Jaffrey Dahmer Story. Lista yfir verðlaunahafa kvöldsins má finna á vef CNN.

Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í White Lotus.
Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt í White Lotus. AFP

Fleiri stórsigrar á verðlaunahátíðinni

Það voru fleiri stórsigrar sem áttu sér stað á verðlaunahátíðinni. Breski fjöllistamaðurinn Elton John hlaut sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir tónleika sína Elton John Live: Farewell From Dodger Statium

John varð því 19. manneskjan í heiminum til að öðlast EGOT, en þann titil fá þeir sem hafa hlotið fjögur stærstu verðlaunin í Hollywood, sem eru Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg