Nauðsynlegt að upplýsa almenning

Karl og Kamilla standa þétt saman eftir krabbameinsgreiningu Karls. Karl …
Karl og Kamilla standa þétt saman eftir krabbameinsgreiningu Karls. Karl minnkar við sig vinnu næstu mánuði til þess að gangast undir meðferð. AFP

Mikil leynd hvílir yfir krabbameinsgreiningu Karls III. kóngs en hann gekk nýlega undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli og greindist í kjölfarið með krabbamein. Ekki er gefið upp hvers konar krabbamein er að ræða en þó er búið að útiloka blöðruhálskrabbamein.

Athygli vekur hvernig Karl kóngur hefur skipt um stefnu hvað varðar upplýsingaflæði um heilsu sína. Í fyrstu var hann mjög opinskár um hvað hrjáði hann en svo var skellt í lás þegar alvara færðist í málin. 

„Ég held að það sé nauðsynlegt að hann upplýsi almenning um stöðu mála. Hann var mjög opinskár um að verið væri að meðhöndla hann vegna stækkunar á blöðruhálskirtli, sérstaklega til þess að vekja athygli karlmanna á nauðsyn þess að fara í reglubundið eftirlit. En svo fór hann aftur í gamla far leyndardóms sem hefur tíðkast hjá kóngafólki í gegnum aldirnar,“ segir Sally Bedell Smith ævisagnaritari í viðtali við AP fréttaveituna.

„Almenningur fékk t.d. ekki að vita að afi Karls konungs, Georg VI, væri með lungnakrabbamein áður en hann lést aðeins 56 ára að aldri. Þá hafa sumir sagnfræðingar haldið því fram að kónginum hafi jafnvel ekki verið sagt frá því að hann væri dauðvona.“

Talsmaður óhefðbundinna lækninga

Þekkt er að Karl III. konungur er mikill talsmaður óhefðbundinna lækninga og leiti gjarna í hómópatískar meðferðir. Hann leitar ekki eins mikið til lækna hallarinnar líkt og foreldrar hans gerðu. Hans helsti læknir, Dr. Michael Dixon, er sagður á sömu blaðsíðu hvað óhefðbundnar lækningar varðar en hann var ráðinn aðallæknir hallarinnar árið 2022. Í kjölfar ráðningarinnar sendi höllin út tilkynningu þar sem afstaða hans til óhefðbundinna lækninga var útskýrð nánar.

„Dr. Dixon trúir ekki að hómópatískar lækningar geti læknað krabbamein. Hann telur að hægt sé að nýta þær samhliða hefðbundnum meðferðum, svo lengi sem þær eru öruggar og byggðar á gögnum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir