Neitaði að vera í sama herbergi og Kamilla

Harry prins vill ekki vera nálægt Kamillu drottningu.
Harry prins vill ekki vera nálægt Kamillu drottningu. AFP

Harry prins vildi ekki vera í sama herbergi og Kamilla drottning þegar hann heimsótti Karl konung á dögunum segja heimildarmenn. 

„Ég frétti að Harry hafi ekki viljað vera í sama herbergi og stjúpmóðir hans þegar hann ræddi við föður sinn um krabbameinsgreininguna,“ segir Petronella Wyatt en hún er breskur blaðamaður og vinkona Kamillu.

Mikið hefur verið fjallað um heimsókn Harry til föður síns en athygli vakti hversu stutt heimsóknin var en hún varði í þrjátíu mínútur. Fundurinn hafi verið stuttur til þess að valda konunginum ekki of mikilli streitu.

„Blóðþrýstingurinn má ekki hækka. Kóngurinn er veikur og það besta er að hann haldi ró sinni.“

Það olli Karli miklum vonbrigðum hvernig Harry lýsti Kamillu í ævisögu sinni Spare. Þar sagðist Harry hafa flóknar tilfinningar í garð Kamillu sem hann trúir að hafi notað hann til þess að hún liti betur út og lýsti henni sem hættulega.

Ferð til Ástralíu enn á dagsskrá

Enn er ekkert vitað um hvers konar krabbamein Karl er með. Hann á að fara í ferð til Ástralíu í október og heimildarmenn innan hallarinnar segja að hann sé bjartsýnn á að geta farið í þá ferð.

„Við höldum áfram að skipuleggja þá ferð en getum þó ekki staðfest neinar dagsetningar því þetta er einungis fyrsta vika Karls í meðferðinni. En hann bindur vonir við að geta farið í ferðina,“ segir hallarstarfsmaður.

Karl og Kamilla á leið frá Clarence House eftir að …
Karl og Kamilla á leið frá Clarence House eftir að hafa hitt þar Harry prins í stutta stund. AFP
Kamilla drottning hefur vaxið í áliti almennings þrátt fyrir illmælgi …
Kamilla drottning hefur vaxið í áliti almennings þrátt fyrir illmælgi Harry prins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir