Harry opnar sig um veikindi Karls konungs

Harry opnaði sig um veikindi föður sinn í Kanada.
Harry opnaði sig um veikindi föður sinn í Kanada. AFP/ANDREW CHIN

Harry Bretaprins opnaði sig um veikindi föður síns í viðtali í bandaríska sjónvarpsþættinum Good Morning America í dag. Karl Bretakonungur er með krabbamein og er um vika síðan að Harry fór í örstutta heimsókn til föður síns. 

„Ég talaði við hann,“ sagði Harry þegar hann var spurður að því hvernig hann frétti af veikindum Karls föður síns. „Ég hoppaði upp í flugvél og hitti hann um leið og ég gat,“ sagði Harry sem var spurður út í málið þegar hann var að kynna Invictus-leikana í Kanada. 

„Ég elska fjölskyldu mína. Ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið upp í flugvél og hitt hann og varið tíma með honum,“ sagði Harry sem neitaði að tjá sig frekar um heilsufar föður síns.  

Hann vonast til þess að hitta föður sinn aftur. Hann er með nokkrar ferðir á dagskrá þar sem hann ætlar að koma við í Bretlandi. „Svo ég mun koma við og hitta fjölskylduna mína eins mikið og ég get,“ sagði Harry.

Karl Bretakonungur er með krabbamein.
Karl Bretakonungur er með krabbamein. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gakktu hreint til verks og ljúktu við þau verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Þegar hæfileikar þínir blómstra muntu hljóta viðurkenningu víða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gakktu hreint til verks og ljúktu við þau verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Þegar hæfileikar þínir blómstra muntu hljóta viðurkenningu víða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant