Karl konungur með krabbamein

Karl III Bretakonungur greindist með krabbamein. Myndin er tekin er …
Karl III Bretakonungur greindist með krabbamein. Myndin er tekin er konungur yfirgaf sjúkrahús í síðustu viku. AFP/Daniel Leal

Karl III Bretakonungur hefur greinst með krabbamein. Fannst krabbameinið er hann fór í aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli. 

Breska konungshöllin greinir frá þessu í dag. 

Ekki hefur verið greint frá því hvers konar krabbamein konungurinn greindist með. Mun hann nú gangast undir meðferð á sjúkrahúsi í Lundúnum. 

Frestar öllum opinberum skyldum

Greindi höllin frá þessu í dag eftir að hafa tilkynnt, Vilhjálmi Bretaprins, nánustu fjölskyldu og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, um greininguna.

Karl konungur, sem er nú 75 ára gamall, mun fresta öllum opinberum skyldum sínum um óákveðinn tíma, en mun sinna skyldum sínum gagnvart ríkinu, svo sem reglulegum fundum með forsætisráðherra og ríkisráðsfundum.

Fór í messu í gær

Konungurinn sást síðast opinberlega í gær, sunnudag, er hann sótti messu í Sandringham.

Í janúar fór Karl í aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli. Greindi höllin opinberlega frá aðgerðinni áður en hann lagðist inn, og einnig er hann lagðist inn. Þá sendi höllin einnig út tilkynningu er hann útskrifaðist af sjúkrahúsi. 

Þá sagði konungurinn að hann vildi vekja athygli á málefninu. Á sama tíma kom fram í tilkynningu frá NHS að tilfellum hafi fjölgað í Bretlandi undanfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg