Sagður hafa haldið framhjá með Playboy-fyrirsætu

Justin Timberlake er sagður hafa haldið framhjá Cameron Diaz með …
Justin Timberlake er sagður hafa haldið framhjá Cameron Diaz með fyrirsætunni Zoe Gregory. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake er sagður hafa haldið framhjá leikkonunni Cameron Diaz með fyrrverandi Playboy-fyrirsætunni Zoe Gregory. Timberlake og Diaz voru saman á árunum 2003 til 2007. 

Gregory sagði frá því í samtali við Daily Mail að hún hafi á sínum tíma hitt Timberlake í partíi í Playboy-höllinni. Hún segist hafa byrjað að daðra við hann en hann hafi í upphafi stoppað það og sagt að hann væri með Diaz. Þegar hún tældi hann enn frekar með því að segja að Diaz væri ekki með honum núna hafi hann hins vegar látið undan. 

„Hann vildi ekki líta út eins og fífl,“ segir Gregory í viðtalinu, en hún tekur fram að þau hafi aðeins deilt ástríðufullum kossum og verið léttklædd en ekki stundað kynlíf.

Hefur áður verið sakaður um framhjáhald

Timberlake hefur áður verið sakaður um framhjáhald, en nýlega sagði tónlistarkonan Britney Spears frá því í metsölubók sinni The Woman in Me sem kom út í október 2023 að Timberlake hafi haldið margoft framhjá henni, en þau voru saman á árunum 1999 til 2002. 

Fram kemur á vef Page Six að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi Playboy-fyrirsætan afhjúpar fræga menn sem hafa reynt við hana á meðan þeir eru í sambandi, en árið 2019 hélt hún því fram að fyrrverandi hafnaboltakappinn Alex Rodriquez hafi sent henni kynferðisleg skilaboð aðeins nokkrum vikum áður en hann bað tónlistarkonunnar Jennifer Lopez. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Himintunglin launa þér þolinmæðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Himintunglin launa þér þolinmæðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant