Justin Timberlake vill frelsun Britney Spears

AFP

Justin Timberlake fyrrverandi kærasti Britney Spears hefur komið fram og lýst yfir stuðningi við kröfu Britney Spears um að fá aftur sjálfræði, en hún var dæmd ósjálfráða 2008 og það fært yfir á föður hennar Jamie Spears.

Justin Timberlake opnaði sig varðandi málið á Twitter í gær og segir þar meðal annars: „Það ætti aldrei að halda einhverjum gegn vilja þeirra.“ Hann bætir svo við og segir að þessi yfirlýsing hans á Twitter sé einnig frá konunni sinni, Jessicu Biel: „Við vonum að dómstólar og fjölskyldan hennar geri það rétta í stöðunni og leyfi henni að lifa hvernig sem hana langar að lifa.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu.