Gerwig ein áhrifamesta kona í heimi

Greta Gerwig leikstýrði vinsælustu mynd ársins 2023.
Greta Gerwig leikstýrði vinsælustu mynd ársins 2023. AFP

Bandaríska tímaritið Time birti í gær árlegan lista sinn yfir áhrifamestu konur í heimi. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru áberandi á listanum í ár en tólf konur prýða listann.

Greta Gerwig, leikstjóri kvikmyndarinnar Barbie, er ein þriggja kvenna úr skemmtanaiðnaðinum sem náðu inn á listann, en hún er fyrsta konan til að leikstýra kvikmynd sem þénar yfir milljarð bandaríkjadala. Gerwig prýðir forsíðu „Women of the Year“-tölublaðsins.

Time hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927, eða í 97 ár, en listi þess yfir áhrifamestu konur ársins er fremur nýr af nálinni. Listinn er sérstakt framhald af verkefni sem tímaritið gerði árið 2020 þegar það vakti athygli á 100 merkiskonum mannkynssögunnar, en árið 2015 höfðu einungis sjö konur hlotið titilinn maður eða manneskja ársins. Titlinum var breytt árið 1999.

Viðtal var tekið við alla 12 heiðurshafa og var það bandaríski blaðamaðurinn Sam Lansky sem ræddi við Gerwig um lífið í sviðsljósinu, Barbenheimer-æðið, Óskarsverðlaunin og jafnrétti innan skemmtanaiðnaðarins. 

Forstjóri Time, Jessica Sibley, hafði eftirfarandi að segja um heiðurshafa ársins: „Þær 12 konur sem prýða listann í ár eru allar leiðandi þegar kemur að því að skapa jafnari og betri heim. Þær eru allar að vinna að því að efla réttindi kvenna og fólks um allan heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gakktu hreint til verks og ljúktu við þau verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Þegar hæfileikar þínir blómstra muntu hljóta viðurkenningu víða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gakktu hreint til verks og ljúktu við þau verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Þegar hæfileikar þínir blómstra muntu hljóta viðurkenningu víða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant