Salka Sól fagnar afmæli eiginmannsins á fjögurra ára fresti

Salka Sól og Arnar Freyr.
Salka Sól og Arnar Freyr. mbl.is/​Freyja Gylfa

Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld sendi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Arnari Frey Frostasyni, afmæliskveðju á Instagram-síðu sinni í morgunsárið. Arnar Freyr á afmæli á hlaupársdag, 29. febrúar, en 244 Íslendingar fagna afmæli sínu í dag samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá.

Salka Sól og Arnar Freyr, eða Arnar Úlfur eins og hann er jafnan kallaður, hafa gert það gott í tónlistinni um langt skeið. Salka Sól er meðlimur í reggí-bandinu AmabAdamA og Arnar Freyr í rapptvíeykinu Úlfur Úlfur.

„Arnar minn á afmæli í dag í níunda sinn á ævinni. Það þarf að gera extra vel við mann sem á bara afmæli á 4 ára fresti og ég sá vel um minn mann enda alltaf verið sjúk í hann,” skrifaði Salka Sól við myndaseríu sem hún birti í tilefni dagsins.

Salka Sól og Arnar Freyr gengu í hjónaband árið 2019 og eiga saman tvö ung börn.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant