Sigga Ózk gefur út eldheitan sumarsmell

Sigga Ózk með nýtt lag.
Sigga Ózk með nýtt lag. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Íslenska poppstirnið Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, jafnan kölluð Sigga Ózk, gefur út nýtt lag á morgun, föstudag.

Lagið heitir Boy Bye og verður að finna á væntanlegri plötu hennar. Sigga Ózk samdi lagið ásamt Hákoni Guðna Hjartarsyni í lagahöfundabúðum sem haldnar voru á vegum Iceland Sync árið 2022.

Sigga Ózk hefur verið á mikilli uppleið í íslensku tónlistarsenunni síðustu ár og vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppni sjónvarpsins, í fyrra og í ár, en hún komst áfram í úrslitaþáttinn í bæði skiptin.

Þessi unga, líflega og metnaðarfulla kona á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlist enda með stór framtíðarplön. Hún vonast til að ná á svipaðar slóðir og söngkonurnar Beyoncé, Kylie Minogue og Ariana Grande.

„Lagið er gleðisprengja, algjör sumarslagari sem hægt er að dansa við,” útskýrir hún.

Sigga Ózk birti svokallaðan „teaser“ á Instagram í gærdag og vakti færslan mikla lukku hjá aðdáendum hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by SIGGA ÓZK (@siggaozk)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Reyndu að finna út hvert þitt hlutverk er og sinntu því vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Reyndu að finna út hvert þitt hlutverk er og sinntu því vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson