Áttunda kæran á sex mánuðum

Diddy hefur verið kærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og nauðganir síðustu …
Diddy hefur verið kærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og nauðganir síðustu mánuði. AFP

Ný kæra hefur verið lögð fram á hendur rapparanum Sean Diddy Comps. Þetta er áttunda kæran sem er lögð fram á hendur Diddy frá því í nóvember.

Kona að nafni April Lampros kærir Diddy fyrir líkamsárás, kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi. Diddy og Lampros eiga að hafa hist árið 1994 þegar hún var nemi við New York's Fashion Institute of Technology.

Lampros greindi frá fjórum atvikum er tengjast Diddy sem eiga að hafa gerst á árunum 1994 til 2000.

Á að hafa tekið upp myndskeið án hennar vitundar

Lampros var starfsnemi hjá Arista Records, dótturfyrirtæki Sony Music Entertainment, og þá móðurfyrirtæki Bad Boy Records, sem var á þeim tíma í eigu Diddy, þegar eitt af atvikunum áttu sér stað.

Í lögsókninni er tekið fram að Diddy hefði tekið upp myndskeið af Lampros og Diddy stunda kynlíf án hennar vitundar.

Þá er einnig fullyrt að Lampros hafi orðið fyrir miklu tjóni, andlegri vanlíðan og niðurlægingu vegna atvikanna. Þá er krafist að Lampros fái dæmdar skaðabætur fyrir þá vanlíðan sem hún hefur þurft að þola sökum þessa.  

Nýlega gerð húsleit í tengslum við mansal

Nýlega birti CNN myndskeið þar sem Diddy veitist að þáverandi kærustu sinni Cassie Ventura. Cassie tjáði sig opinberlega um atvikið í fyrsta skipti í gær. Hún birti færslu á Instagram þar sem hún þakkar öllum stuðninginn og hvetur fólk til að trúa þolendum.

Í síðasta mánuði var gerð allsherjar húsleit á heimilum Diddy í tengslum við rannsókn lögreglu á mansals- og kynferðisbrotamáli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant