Cassie tjáir sig í fyrsta skipti opinberlega

Cassie Ventura og Diddy árið 2018.
Cassie Ventura og Diddy árið 2018. AFP/Jewel Samad

Söngkonan Cassie Ventura hefur tjáð sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að myndskeið af rapparanum og þáverandi kærasta hennar Sean „Diddy“ Combs birtist þar sem hann gengur í skrokk á henni.  

CNN birtis myndskeiðið en þar sést til Diddy grípa í, ýta, draga og sparka í Ventura.

„Gerði mig að manneskju sem ég hélt myndi aldrei verða"

Ventura birtir yfirlýsingu sína í færslu á Instagram. Hún þakkar stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarna daga og segir að heimilisofbeldið hafi „brotið mig í að verða einhver manneskja sem ég hélt að ég myndi aldrei verða.”

„Mín eina ósk er að ALLIR opni sig fyrir því að trúa alltaf þolendum fyrst. Það þarf hugrekki til að segja frá aðstæðum þar sem þú ert algjörlega valdalaus,” sagði Ventura í yfirlýsingu sinni.

View this post on Instagram

A post shared by Casandra Fine (@cassie)

Í kjölfar þess að CNN birti myndskeiðið birti Diddy myndskeið á Instagram þar sem hann kveðst iðrast gjörða sinna.

„Hegðun mín í myndskeiðinu er óafsakanleg. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum í myndskeiðinu,” sagði Diddy í yfirlýsingu á Instagram.

Ventura höfðaði mál gegn Diddy í fyrra, þar er hann sakaður um nauðgun og mansal. Þau komust að samkomulagi utan dómstóla, degi eftir að hún höfðaði mál gegn honum.

Nýlega kærður fyrir ofbeldi og mansal

Nýlega var Diddy kærður fyrir kynferðisofbeldi. Tónlistarframleiðandinn Lil Rod eða Rodney Jones Jr höfðaði mál gegn Diddy þar sem hann ásakar um að hafa beitt sig kynferðislegu- og líkamlegu ofbeldi, þá segir Jones Diddy stunda mansal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant