Mun nýjasta lag Jóns Gnarr gera hann að forseta?

Jón Gnarr, forsetaframbjóðandi og grínisti, hefur gefið út lagið Gefum honum von sem er sérstakt kosningalag til að skemmta þjóðinni. Jón hefur sagt það ítrekað opinberlega að það sé offramboð af leiðindum og að þeim þurfi að útrýma.

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, sem skipa dúettinn Tvíhöfða, sömdu lag og texta. Báðir syngja þeir lagið ásamt þekktu fólki í tónlistarheiminum. Þar á meðal er Ragnhildur Gísladóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Óttarr Proppé, Urður Hákonardóttir, Emmsé Gauti, Karl Sigurðsson og Kristinn Óli Haraldsson oft kallaður Króli. Heiða Kristín Helgadóttir tekur líka lagði ásamt eiginkonu Jóns Gnarr, Jógu Gnarr. Vilhjálmur B. Bragason, Flosi Þorgilsson, Halldór Eldjárn og Úlfur Eldjárn taka líka lagið. 

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní. Jón mælist meðal þeirra fimm efstu og nú er bara spurning hvort lagið eigi eftir að koma honum alla leið á toppinn. Eitt er víst að það er auðvelt að fá það á heilann og jafnvel syngja með. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón gefur út lag í tengslum við kosningabaráttu því þegar hann varð borgarstjóri í Reykjavík fyrir hönd Besta flokksins þá gaf hópurinn út lagið Við erum Best! Þetta var árið 2010 og var lagið talið eiga hlut í kosningasigri hans í framboðinu til borgarstjóra Reykjavíkur. Nú er bara spurning hvort nýja lagið geri sama gagn? 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Reyndu að finna út hvert þitt hlutverk er og sinntu því vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu þitt af mörkum svo samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Reyndu að finna út hvert þitt hlutverk er og sinntu því vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson