Hjónaband bróður Díönu prinsessu á enda eftir 13 ár

Charles Spencer og Karen Gordon í brúðkaupi Harry og Meghan.
Charles Spencer og Karen Gordon í brúðkaupi Harry og Meghan. Gareth Fuller/AFP

Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, hefur tilkynnt að hann og eiginkona hans, Karen Gordon, séu að skilja eftir 13 ára hjónaband.

„Þetta er gríðarlega sorglegt,“ segir hann í samtali við Daily Mail. „Ég vil aðeins helga mig börnum og barnabörnum mínum og ég óska Kareni alls hins hins besta í framtíðinni.“

Hjónin höfðu tilkynnt starfsfólki sínu um skilnaðinn í apríl síðastliðinn í Althrop, sveitasetri Spencer-fjölskyldunnar, þar sem Díana Prinsessa var lögð til hinstu hvílu í september 1997.

Spencer og Gordon gengu í gegnum hjónabandserfiðleika þegar Spencer var kominn djúpt í skrif á ævisögu sinni A Very Private School. Bókin kom út í mars síðastliðnum, en þar opnar hann sig um sína erfiðu skólagöngu þar sem hann var meðal annars misnotaður kynferðislega á hrottalegan hátt af hjúkrunarkonu í skólanum. 

Þakklátur fyrir eiginkonuna

Spencer segist vera þakklátur fyrir Gordon, en hún hafi verið kletturinn hans og alltaf til staðar í gegnum súrt og sætt. „Ég held að hún hafi alltaf vonað að ég myndi verða hamingjusamari og heilbrigðari og ég held að það hafi algjörlega verið staðan. Ég er svo þakklátur að hafa átt hana að á meðan ég gekk í gegnum þetta. Núna skil ég að þetta var nauðsynlegt tímabil,“ segir Spencer.

Spencer og Gordon, hittust fyrst á blindu stefnumóti á rómantískum veitingastað í Los Angeles árið 2010. Þau smullu svo vel saman að þau giftu sig um ári seinna í júní 2011 á Althrop setrinu. Þau eignuðust saman dótturina Charlotte Diana 12 ára, en hún er skírð í höfuðið á yngri systur jarlsins, Díönu Prinsessu.

Spencer á einnig fjögur börn úr sínu fyrsta hjónabandi með Victoria Lockwood, og tvö börn með sinni annari eiginkonu, Caroline Freud

Karen á tvær dætur úr fyrra hjónabandi með kvikmyndaframleiðandanum Mark Gordon.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson