Notaði peninga sem jólaskraut

Sjálfsagt er hægt að segja um norska listamanninn Magne Furuholmen, að hann hafi ekki peningavit. Að minnsta kosti reyndist aðferð hans við að geyma peninga ekki hagkvæm: Hann skreytti með þeim jólatré og nú hefur tréð verið rænt.

Furuholmen var fenginn til að skreyta jólatré sem sett var upp framan við neðanjarðarbrautarstöð í Ósló og fékk jafnvirði 140 þúsund íslenskra króna greiddar fyrirfram til að vinna verkið. Aftenposten segir að listamaðurinn hafi tekið þetta bókstaflega, skipti fénu í seðla og smápeninga sem hann hengdi síðan á tréð.

Þegar hann var spurður hvort hann óttaðist ekki að peningunum yrði stolið svaraði hann: „Ég vona bara að sá hinn sami þurfi á peningunum að halda."

Tréð var síðan sett upp í miðborginni og Furuholmen sagði að þar með bæri hann ekki lengur ábyrgð á listaverkinu. Og í nótt, á milli klukkan 2 til 4:30, var öllum peningunum stolið af trénu. Það eina áþreifanlega sem þjófarnir skildu eftir var stigi sem þeir notuðu við verkið.

Aftenposten segir að þjófarnir hafi þó hugsanlega skilið meira eftir, þ.e. myndir af sér því á fáum svæðum í Ósló eru jafnmargar öryggismyndavélar og við Járnbrautartorgið. Því hafi verkið sennilega náðst á mynd.

´

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir