Trúa á Guð, drauga og djöfulinn

Bandaríkjamenn eru mjög trúaðir ef marka má niðurstöður könnunarinnar.
Bandaríkjamenn eru mjög trúaðir ef marka má niðurstöður könnunarinnar. AP

Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna trúir á Guð. Þá eru margir Bandaríkjamenn á þeirri skoðun að fljúgandi furðuhlutir, djöfullinn og draugar séu til. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var birt í dag.

Könnunin, sem Harris Online stóð að, sýnir fram á að 82% fullorðinna Bandaríkjamanna trúa á Guð. Þá trúa um 79% þeirra á að kraftaverk geti gerst.

Könnunin var gerð á milli 7. og 13 . nóvember sl. og tóku 2.455 þátt í henni. 70% þeirra segjast trúa á himnaríki og engla. Sex af hverjum 10 trúa hinsvegar á helvíti og djöfulinn.

Þá trúa nánast jafnmargir á þróunarkenningu Darwins (42%), þ.e. að mannkynið þróast í gegnum náttúruval,  og á  það að guð hafi skapað heiminn og mannkynið (39%).

Þá sögðu um 70% aðspurðra að væru annað hvort mjög eða eitthvað trúaðir. Þriðjungur aðspurðra sagðist trúa á fljúgandi furðuhluti, nornir og stjörnufræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant