200.000 málverk verða aðgengileg á vef BBC

Mynd Turners, The Fighting Temeraire, er eitt 200 þúsund málverka …
Mynd Turners, The Fighting Temeraire, er eitt 200 þúsund málverka á leið inn á netið.

Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur kynnt áform sín um að setja öll málverk í opinberri eigu í Bretlandi inn á vef sinn og jafnframt að opna ókeypis aðgang á netinu að hinu viðamikla kvikmyndasafni Art Counsil, listaráðinu breska.

Í samvinnu við  Public Catalogue Foundation eiga öllum málverk sem teljast í opinberri eigu - um 80% þeirra eru nú ekki til sýnis fyrir almenning - að vera orðnar aðgengilegar almenningi á vef stofnunarinnar árið 2012.

BBC hefur í huga að setja upp nýjan hliðarvef á bbc.co.uk  vefsetri sínu sem kallast Your painting, þar sem notendur geta skoðað og fengið upplýsingar um málverk í eigu þjóðarinnar.

Plublic Catalogue Foundation var stofnað 2003 og hefur nú þegar lokið við að skrá og mynda um 30% allra málverka sem teljast í eigu hins opinbera.

Þar að auki segja forráðamenn BBC að þeir eigi nú í viðræðum við Art Counsil um að veita almenningi ókeypis aðgang að safni þess í fyrsta sinn, þar á meðal umfangsmiklu kvikmyndasafni sem nær allt aftur til sjötta áratugarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með mörg járn í eldinum í einu. En það hjálpar þér að klára vinnuna á réttum tíma þá er það í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan