Starfsfólki leikhússins hafi liðið illa vegna Atla

MeT­oo - #Ég líka | 26. september 2019

Starfsfólki leikhússins hafi liðið illa vegna Atla

Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson, sem sagt var upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017 vegna ásakana um kynferðislega áreitni, mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þar sem mál hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið til aðalmeðferðar.

Starfsfólki leikhússins hafi liðið illa vegna Atla

MeT­oo - #Ég líka | 26. september 2019

Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu.
Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. mbl.is/Eggert

Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson, sem sagt var upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017 vegna ásakana um kynferðislega áreitni, mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þar sem mál hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið til aðalmeðferðar.

Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson, sem sagt var upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017 vegna ásakana um kynferðislega áreitni, mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þar sem mál hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar var tekið til aðalmeðferðar.

Atli Rafn krefst þess að leikfélagið greiði honum 13 milljónir króna í bætur vegna uppsagnarinnar, en í dómsal í morgun sagðist hann aldrei hafa fengið að heyra neitt um ásakanirnar á hendur honum, sem varða alls sex atvik, þrátt fyrir að hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum um ásakanirnar og eðli þeirra, utan þess að hann hefði fengið að heyra af því að ein kvartananna varðaði atvik sem hefði átt að gerast innan veggja Borgarleikhússins eftir að hann hóf störf þar.

„Mér hefur verið haldið í algeru myrkri um hvaða atburðir þetta eiga að hafa verið og hver eigi í hlut. Það gerir mér ókleift að verja hendur mínar á nokkurn hátt,“ hefur fréttavefurinn Vísir eftir Atla úr dómsal í morgun, en Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn úr Borgarleikhúsinu þar sem hann talaði á svipuðum nótum.

Samkvæmt frétt RÚV um málflutningsræðu Einars Þórs Sverrissonar, lögmanns Atla, líkti hann skjólstæðingi sínum við Jósef K í Réttarhöldunum eftir Kafka, en sá var dreginn fyrir rétt án þess að fá nokkru sinni að vita hvaða glæp hann hefði átt að hafa framið.

Atli Rafn Sigurðarson leikari.
Atli Rafn Sigurðarson leikari. mbl.is/Árni Sæberg

„Er það í lagi að svipta mann æru sinni af því að það eru sagðar sögur í leyni?“ hefur RÚV eftir lögmanninum, sem einnig sagði bótakröfu Atla í málinu hóflega þar sem tekjur hans af aukavinnu hefðu hrunið vegna málsins. Atli var „á láni“ í Borgarleikhúsinu frá Þjóðleikhúsinu er honum var sagt upp störfum og hefur snúið aftur á fjalirnar á Hverfisgötu.

Starfsmenn hafi upplifað kvíða vegna Atla

Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri kom fyrir dóminn og lýsti aðdraganda uppsagnarinnar. Í frétt RÚV um skýrslu hennar fyrir dómi er haft eftir henni að sjö tilkynningar hafi borist um sex atvik um kynferðislega áreitni. Það hefði leitt til þess að Atla var sagt upp störfum.

Stundin hefur eftir Kristínu að hún hafi ekki talið sér fært annað fært, til þess að verja starfsfólk sitt og Borgarleikhúsið, en að segja Atla upp.

„Þarna eru fjórir starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og segja að þeir upplifa mikla vanlíðan og kvíða við að mæta í vinnuna,“ hefur Stundin eftir Kristínu úr dómsal.

RÚV segir að Kristín hafi lýst því í dómsal hvernig sífellt fleiri ásakanir á hendur Atla hafi bæst við, þar til að endingu var tekin ákvörðun um að segja honum upp.

Aðalmeðferð í málinu kláraðist í dag og má búast við því að dómur verði kveðinn upp eftir mánuð.

mbl.is