Írsk brúður vígamanns handtekin

Ríki íslams | 2. desember 2019

Írsk brúður vígamanns handtekin

Írsk kona sem fór til Sýrlands til að ganga í hjónaband með vígamanni Ríkis íslams var handtekin við komuna til Dublinar í gær.

Írsk brúður vígamanns handtekin

Ríki íslams | 2. desember 2019

AFP

Írsk kona sem fór til Sýrlands til að ganga í hjónaband með vígamanni Ríkis íslams var handtekin við komuna til Dublinar í gær.

Írsk kona sem fór til Sýrlands til að ganga í hjónaband með vígamanni Ríkis íslams var handtekin við komuna til Dublinar í gær.

Lisa Smith og tveggja ára gömul dóttir hennar komu til Írlands í gær eftir að hafa verið vísað úr landi í Tyrklandi. Hún var handtekin við komuna til landsins og verður yfirheyrð á grundvelli hryðjuverkalaga. Smith var í írska hernum áður en hún fór til Sýrlands. Hún var 33 ára gömul þegar hún gekk til liðs við vígasamtökin eftir að hafa skilið við eiginmann sinn þar sem hann vildi ekki fara með henni.

Samkvæmt frétt BBC hefur verið gengið frá umönnun dóttur hennar sem er fædd í Sýrlandi en er írskur ríkisborgari.

Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra Írlands, Charlie Flanagan, kemur fram að málið sé viðkvæmt og hann vilji fullvissa fólk um að allar stofnanir ríkisins sem tengjast málinu hafi aðkomu að því.

Lisa Smith neitar því að hafa komið að þjálfun stúlkna eftir að hafa gifst vígamanni. Hún hafi ekki heldur tekið þátt í bardögum. BBC ræddi við hana þegar þær mæðgur voru í flóttamannabúðum í Sýrlandi fyrr á árinu.

Þar segist hún hafa glímt við mikla vanlíðan eftir að hafa gegnt herþjónustu í áratug og týnt sjálfri sér í misnotkun á áfengi og lyfjum. Hún hafi leitað inn á við í kjölfarið og aðhyllst harðlínuíslam. 

Hér er hægt að horfa á viðtalið

mbl.is