Dauðadómur fyrir aftöku á frönskum ferðamanni

Ríki íslams | 19. febrúar 2021

Dauðadómur fyrir aftöku á frönskum ferðamanni

Alsírskur dómstóll hefur dæmt mann til dauða fyrir að hafa tekið franska fjallgöngumanninn Hervé Gourdel af lífi árið 2014. 

Dauðadómur fyrir aftöku á frönskum ferðamanni

Ríki íslams | 19. febrúar 2021

Herve Gourdel.
Herve Gourdel. AFP

Alsírskur dómstóll hefur dæmt mann til dauða fyrir að hafa tekið franska fjallgöngumanninn Hervé Gourdel af lífi árið 2014. 

Alsírskur dómstóll hefur dæmt mann til dauða fyrir að hafa tekið franska fjallgöngumanninn Hervé Gourdel af lífi árið 2014. 

Gourdel, 55 ára, var rænt þegar hann var á göngu um Djurdura-þjóðgarðinn í Alsír. Grófu myndbandi af afhöfðun Gourdel var dreift á netinu af hryðjuverkasamtökunum Jund al-Khalifa sem lýstu síðan yfir ábyrgð á aftökunni, en samtökin eru tengd Ríki íslams. 

Einn sakborninganna í málinu, Abdelmalek Hamzaoui, kom fyrir dóm á fimmtudag, en réttað var yfir öðrum að þeim fjarstöddum. 

Hamzaoui lýsti sig saklausan í málinu og sagði að hann hafi einungis verið sakaður um morðið svo hægt væri að loka málinu. Nokkrir samferðamanna Gourdel, sem einnig voru gíslar Jund al-Khalifa-samtakanna, báru kennsl á Hamzaoui sem einn af mannræningjunum. Þrátt fyrir dauðadóm yfir Hamzaoui hefur öllum aftökum verið frestað í Alsír frá árinu 1993. 

Gourdel var tekinn af lífi, líklegast í september 2014, eftir að frönsk yfirvöld neituðu að verða við kröfum hryðjuverkasamtakanna um að hætta árásum á Ríki íslams í Írak. Franço­is Hollande, þáverandi forseti Frakklands, fordæmdi árásina á sínum tíma og sagði hana bæði grimma og til marks um hugleysi. 

Lík Gourdel fannst ekki fyrr en í janúar 2015 í kjölfar þess að alsírsk yfirvöld ráðstöfuðu þúsundum hermanna í leitina. 

Frétt BBC. 

mbl.is