Hollande boðar til neyðarfundar

Úr myndskeiði Jund al-Khilafa
Úr myndskeiði Jund al-Khilafa AFP

Forseti Frakklands, François Hollande, hefur kallað varnarmálaráð landsins saman á neyðarfund í dag og boðar hertar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Í gær var franskur ferðamaður, Hervé Gourdel tekinn af lífi af alsírskum hryðjuverkamönnum. Segir Hollande hryðjuverkamennina huglausa.

Gourdel var tekinn af lífi í gær þar sem frönsk stjórnvöld neituðu að verða að kröfum þeirra um að hætta árásum á Ríki íslam í Írak. Hollande segir að Frakkar muni aldrei láta undan kröfum hryðjuverkamanna. „Stríðið gegn hryðjuverkum verður að halda áfram og það þarf að herða það,“ sagði Hollande er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi.

Frakkar tóku ekki þátt í árásinni á Írak árið 2003 en voru ein af fyrstu þjóðunum til þess að skrifa undir sáttmála um myndun bandalags gegn Ríki íslam. Á föstudag gerðu Frakkar fyrstu loftárásina á Írak. 

Mynd af fjallamanninum Hervé Gourdel, á svölum bæjarskrifstofunnar í heimabæ …
Mynd af fjallamanninum Hervé Gourdel, á svölum bæjarskrifstofunnar í heimabæ hans, Saint-Martin-Vésubie. AFP
AFP
Forseti Frakklands, François Hollande
Forseti Frakklands, François Hollande AFP
Fólk sýnir Hervé Gourdel stuðning víðsvegar um heiminn
Fólk sýnir Hervé Gourdel stuðning víðsvegar um heiminn AFP
mbl.is