Ríki íslams

44 ár fyrir að útvega byssuna

1.3. Ungur maður sem útvegaði unglingspilt byssu sem hann gæti notað til þess að skjóta starfsmann lögreglunnar í Ástralíu til bana var í dag dæmdur í 44 ára fangelsi. Maðurinn heilsaði að hætti vígasamtakanna Ríki íslams þegar dómurinn var kveðinn upp. Meira »

Fimmtán konur dæmdar til dauða

25.2. Íraskur glæpadómstóll hefur dæmt fimmtán tyrkneskar konur til dauða fyrir að hafa verið liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Meira »

Umfangsmiklar aðgerðir í Egyptalandi

9.2. Egypski herinn segist vera í meiri háttar aðgerðum á svæðum þar sem uppgangur vígamanna Ríkis íslams hefur verið hvað mestur, m.a. á Sinaí-skaga. Meira »

Óttast dauðadóm í Írak

29.1. Tvær tæplega þrítugar franskar konur eiga yfir höfði sér dauðarefsingu í Írak fyrir tengsl sín við vígasamtökin Ríki íslams. Konurnar eiga báðar smábörn sem eru fædd í Írak og hafa verjendur þeirra leitað til forseta Frakklands, Emmanuel Macron, og beðið hann um aðstoð. Meira »

Mannskæð árás í Kabúl

29.1. Vopnaðir menn réðust inn á herstöð í Kabúl fyrir birtingu í morgun og eru að minnsta kosti fimm hermenn látnir og tíu særðir. Meira »

3 látnir eftir árás á Save the Children

24.1. Starfsemi mannúðarsamtakanna Save the Children í Afganistan hefur verið hætt tímabundið, eftir að vígamenn Ríkis íslams réðust inn á skrifstofu samtakanna í Jalalabad í morgun og myrtu þrjá. Meira »

Þýsk kona dæmd til dauða

21.1. Greint var frá því í morgun að dómstóll í Írak hefði dæmt þýska konu af marokkóskum ættum til dauða. Konan var fundin sek um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Meira »

Ákærður fyrir fyrirhugað hryðjuverk

20.1. Frönsk yfirvöld ákærðu í dag 33 ára gamlan karlmann sem hafði lýst yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði og hafði í hyggju að fremja hryðjuverk í landinu. Meira »

Ríki íslams segist bera ábyrgð

28.12. Vígasamtökin Ríki íslams segjast bera ábyrgð á sprengjutilræðum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Þrjár sprengjur voru sprengdar og um fjörutíu féllu. Árásinni var beint að menningarmiðstöð sjítamúslima í borginni. Meira »

Sex fórust í sjálfsvígsárás í Kabúl

25.12. Sex óbreyttir borgarar fórust þegar sjálfsvígsárás var gerð skammt frá æfingamiðstöð afgönsku leyniþjónustunnar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Þrír til viðbótar særðust. Árásarmaðurinn var fótgangandi þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp er starfsmenn voru að mæta til vinnu. Meira »

Skipulagði árás í San Francisco

23.12. Bandaríska alríkislögreglan handtók í gær fyrrverandi hermann sem talið er að hafi verið að undirbúa hryðjuverk í San Francisco. Meira »

Þvætti á bitcoin fyrir Ríki íslams

15.12. Tæplega þrítug kona í New York hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti fyrir vígasamtökin Ríki íslams. Um er að ræða þvætti á bitcoin og annarri rafmynt, segir í frétt BBC. Meira »

Sigruð en engan veginn tortímt

9.12. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Írak hafi lýst yfir sigri á hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams stafar enn mikil hætta af liðsmönnum þeirra að mati sérfræðinga. Þeir telja aðvígamenn samtakanna muni í kjölfarið fara annað hvort huldu höfði í eyðimörkum landsins eða fela sig á meðal óbreyttra borgara. Meira »

Vígamennirnir hraktir frá Írak

9.12. Það urðu vissulega tímamót í dag þegar forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, tilkynnti að stríðinu við vígasamtökin Ríki íslams í landinu væri lokið. Hann segir stjórnarherinn nú hafa náð fullkomu valdi á landamærunum að Sýrlandi. Meira »

Stríðinu við Ríki íslams lokið

9.12. Forsætisráðherra Íraks hefur lýst því yfir að stríðinu við vígasamtökin Ríki íslams í landinu sé lokið.  Meira »

Kalífadæmið komið að fótum fram

17.11. Hersveitir Írakshers tóku í dag bæinn Rawa sem var síðasti bærinn í Írak sem var á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Á sama tíma verjast vígamenn samtakanna í síðasta bænum sem þeir hafa haft á valdi sínu í Sýrlandi, Albu Kamal. Meira »

25.673 létust í hryðjuverkaárásum

15.11. Alls létust 25.673 í hryðjuverkaárásum í heiminum í fyrra. Það er fækkun annað árið í röð en alls eru dauðsföllin 22% færri í fyrra en árið 2014. Árásir eru gerðar í fleiri löndum en áður en ekki jafn mannskæðar, samkvæmt alþjóðlegu hryðjuverkavísitölunni, Global Terrorism Index (GTI). Meira »

Hundruð líka í stórri fjöldagröf

11.11. Fjöldagröf með líkamsleifum að minnsta kosti 400 manns fannst á dögunum í nágrenni bæjarins Hawija í norðurhluta Íraks sem var áður á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Talið er að þarna séu á ferðinni líkamsleifar fórnarlamba samtakanna. Meira »

82 útlendingar handteknir í Tyrklandi

10.11. Tyrkneska lögreglan hefur handtekið 82 útlendinga sem ætluðu sér að fara yfir landamærin til Sýrlands en fólkið er grunað um að tengjast vígasamtökunum Ríki íslams. Meira »

Réðust á Ríki íslams í Sómalíu

3.11. Bandaríski herinn gerði drónaárásir á vígamenn Ríkis íslams í Sómalíu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin ráðast gegn hryðjuverkasamtökunum í landinu. Meira »

22 ára dæmdur í 22 ára fangelsi

3.11. Heittrúaður 22 ára gamall Ástrali var í dag dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að undirbúa hryðjuverkaárásir í Sydney.  Meira »

Felldu borgara í hundraðavís

2.11. Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams tóku 741 óbreyttan borgara af lífi í orrustunni um írösku borgina Mósúl, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Umsátrið um borgina stóð í níu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar segja að Ríki íslams hafi framið „alþjóðlega glæpi“ á þessu tímabili. Meira »

Ríki íslams tók 116 manns af lífi

23.10. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams tóku 116 manneskjur af lífi sem voru grunaðar um að hafa starfað með sýrlenskum stjórnvöldum í bænum Al-Qaryatiain fyrr í þessum mánuði. Stjórnarherinn náði eftir það bænum á sitt vald. Meira »

Náðu spítala á sitt vald í Raqqa

17.10. Hersveitir, sem njóta stuðnings Bandaríkjahers, hafa náð ríkisspítalanum í Raqqa á sitt vald en vígasveitir Ríkis íslams eru smátt og smátt að missa yfirráðin yfir borginni sem áður var þeirra helsta vígi í Norður-Sýrlandi. Meira »

Írakar ná bænum Sinjar á sitt vald

17.10. Íraksher hefur náð bænum Sinjar á sitt vald en flestir íbúarnir þar eru jazídar og Kúrdar. Hersveitir Kúrda höfðu ráðið yfir bænum frá árinu 2014. Meira »

Hvíta ekkjan látin

12.10. Talið er fullvíst að Sally Jones, sem þekkt er undir heitinu hvíta ekkjan, hafi látist ásamt tólf ára gömlum syni sínum í loftárás Bandaríkjahers á landamærum Sýrlands og Írak í júní. Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest. Meira »

Ætluðu að fremja hryðjuverk í New York

7.10. Þrír karlmenn hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi ætlað að framkvæma hryðjuverkaárásir í New York í Bandaríkjunum, m.a. á Times Square og í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að fremja ódæðið í nafni Ríkis íslams. Meira »

„Mama Jihad“ fær 10 ára dóm

6.10. Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt franska konu í 10 ára fangelsi fyrir „staðfasta skuldbindingu“ við jíhad; heilagt stríð. Konan ferðaðist þrisvar til Sýrlands til að styðja son sinn, sem fluttist þangað til að berjast með hryðjuverkasamtökunum Ríki íslam. Meira »

Á ekki afturkvæmt til Íraks

30.9. Mohammed Salam al-Taie kom heldur óvenjulega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokkur ár. Ekki var óhætt fyrir hann að snúa aftur til Íraks og því sá hann tvo kosti í stöðunni. Sækja um alþjóðlega vernd í Kanada eða Íslandi. Meira »

Sigur fyrir fórnarlömb Ríkis íslams

22.9. Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney hefur fyrir hönd skjólstæðings síns, Nadiu Murad, sem var meðal annars tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels, krafist þess að réttvísin nái fram að ganga og vígamönnum Ríkis íslams verði refsað fyrir brot sín gagnvart jasídum. Meira »