Ríki íslams

„Sagði að við ættum að sprengja okkur“

7.4. Daninn Basil Hassan gekk til liðs við Ríki íslams og bjó til sprengjur fyrir vígasamtökin. Danska ríkisútvarpið ræddi við tvær konur sem Hassan hélt sem þræla í Sýrlandi og segja þær hann oft hafa borið sprengjubelti. Meira »

Svíi leitar 7 barnabarna í Sýrlandi

7.4. „Ég vil taka utan um öll börnin og sýna þeim að við höfum ekki gleymt þeim,“ er haft eftir Patricio Galvez sem hefur lagt leið sína til Sýrlands í leit að sjö barnabörnum sínum, en hluti þeirra eru nú í flóttamannabúðum í landinu eftir að tengdasonur hans var drepinn í baráttu fyrir Ríki íslams. Meira »

„Börnin eru fyrst og fremst fórnarlömb“

7.4. Um eitt þúsund fylgdarlaus börn eru í al-Howl flóttamannabúðunum í Sýrlandi og eru mörg þeirra á aldrinum eins til þriggja ára. Ekkert er vitað um foreldra þeirra en þau sýnilega af evrópskum uppruna. „Börnin eru fyrst og fremst fórnarlömb,“ segir talskona Rauða krossins. Meira »

Lýsa lifandi helvíti

25.3. Yfir níu þúsund útlendingar, þar af 6.500 börn, sem tengjast vígasamtökunum Ríki íslams, eru í flóttamannabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Fólk sem bjó á yfirráðasvæðum vígasamtakanna lýsir lifandi helvíti undir stjórn vígasamtakanna. Meira »

Trump fagnar endalokum kalífadæmisins

23.3. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í dag að kalífadæmi Ríkis íslams heyri nú sögunni til en forsetinn hét því að Bandaríkin muni vera á verði gagnvart heilögum stríðsmönnum, eða jíhadistum. Meira »

Lýsa yfir sigri á Ríki íslams

23.3. Sýrlensku lýðræðisöflin (SDF) sem Kúrdar leiða hafa lýst yfir sigri á Ríki íslams eftir að síðustu liðsmenn hryðjuverkasamtakanna voru brotnir á bak aftur í síðasta vígi þeirra í austurhluta Sýrlands. Ríki íslams réð áður yfir 88 þúsund ferkílómetra svæði í Sýrlandi og í Írak. Meira »

Frakkar fljúga börnum vígamanna heim

15.3. Fimm börnum með franskan ríkisborgararétt hefur verið flogið heim til Frakklands úr norðurhluta Sýrlands. Yfirvöld segja að um varnarlausa munaðarleysingja sé að ræða, en ákvörðunin um að fljúga börnunum heim er umdeild vegna þess að afdrif feðra barnanna eru ókunn. Meira »

Vígamenn dæmdir í Svíþjóð

14.3. Þriðjungur sænskra vígamanna sem hafa snúið heim frá Sýrlandi og Írak eftir að hafa barist með Ríki íslams hefur komist í kast við lögin eftir heimkomuna. Einn þeirra hefur verið ákærður fyrir morð. Meira »

Stríðinu gegn Ríki íslams ekki lokið

7.3. Stríðinu gegn Ríki íslams er „langt frá því að vera lokið“ og vígamennirnir hafa ekki verið brotnir á bak aftur. Þeir eru tilbúnir til að ná vopnum sínum á nýjan leik þrátt fyrir að bækistöðvar þeirra í Sýrlandi hafa verið upprættar. Meira »

„Hann er bara lítið barn“

6.3. Mikill meirihluti Frakka vill að réttað verði í Írak yfir frönskum ríkisborgurum sem gengu til liðs við vígasamtökin Ríki íslams. Forseti landsins er á sömu skoðun en málin vandast er kemur að börnum sem hafa fæðst frönskum ríkisborgurum í Sýrlandi eða Írak eða voru flutt til þessara landa er foreldrar þeirra gengu til liðs við samtökin. Meira »

„Fljótfæri vígamaðurinn“ getur átt sig

4.3. Nýsjálendingur sem gengur undir viðurnefninu „fljótfæri vígamaðurinn“ getur ekki vænst stuðnings frá heimalandinu segir forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, en maðurinn er í haldi Kúrda eftir að hafa verið handtekinn í Sýrlandi þar sem hann barðist með Ríki íslams. Meira »

Muthana ekki bandarískur ríkisborgari?

20.2. Bandarískri konu, Hoda Muthana, sem gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams er hún var 19 ára, verður ekki leyft að snúa aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti og fullyrðir að Muthana sé ekki með bandarískan ríkisborgararétt. Meira »

Bangladess tekur ekki á móti Begum

20.2. Stjórnvöld í Bangladess segja af og frá að Shamima Begum, bresk kona sem flúði til Sýrlands er hún var 15 ára og gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, fái að setjast að þar. Bresk stjórnvöld töldu hana hafa ríkisborgararétt í landinu í gegnum móður sína. Meira »

Fluttir frá síðasta svæði Ríkis íslams

20.2. Almennir borgarar hafa nú verið fluttir á brott frá síðasta þorpinu í Sýrlandi sem enn var á valdi vígasamtakanna Ríkis íslams. BBC segir 15 flutningabíla með karla, konur og börn hafa yfirgefið Baghuz, svæðið sem hin breska Shamima Begum flúði frá. Meira »

Óréttlátt að missa ríkisborgararétt

20.2. Breska konan Shamima Begum, sem flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams þegar hún var 15 ára, segir það óréttlátt að vera svipt ríkisborgararétti sínum. Meira »

Ætla að svipta Begum ríkisborgararétti

19.2. Breska innanríkisráðuneytið vinnur nú að því að svipta Shamimu Begum, breska konu sem flúði til Sýrlands og gekk til liðs við Ríki íslams er hún var 15 ára, ríkisborgararétti sínum. Meira »

Flókið að taka aftur við vígamönnum

18.2. Utanríkisráðherra Þýskalands segir að það verði mjög erfitt að skipuleggja heimsendingar fólks frá Evrópu sem hefur tekið þátt í starfi vígasamtakanna í Sýrlandi. Meira »

„Við vorum einfaldlega fávís“

17.2. Bandarísk kona, sem hersveitir Kúrda tóku til fanga eftir að hún flúði eitt af síðustu höfuðvígjum vígasamtakanna Ríkis íslams í Sýrlandi, segist „iðrast þess verulega“ að hafa gangið til liðs við vígasamtökin. Konan biðlar nú til yfirvalda að hún fái að snúa aftur til fjölskyldu sinnar í Alabama. Meira »

Begum búin að fæða barnið

17.2. Shamima Begum, sem flúði er hún var 15 ára frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, hefur nú fætt barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Begum hafði áður lýst yfir áhuga á að fá að snúa aftur til Bretlands áður en barnið fæddist. Meira »

Biðja stjórnvöld að hleypa Begum heim

16.2. Fjölskylda Shamimu Begum, sem flúði er hún var 15 ára frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki Íslams, biðlar nú til breskra stjórnvalda að hún fái að snúa aftur heim hið fyrsta. Meira »

Vill ekki leyfa Begum að koma aftur

15.2. Hægt er að koma í veg fyrir að bresk kona, sem flúði er hún var táningur ásamt skólasystrum sínum til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasamtökin Ríki íslams, fái að snúa aftur til Bretlands. Þetta fullyrðir Sajid Javid innanríkisráðherra Bretlands. Meira »

Barðist með Ríki íslams en vill nú heim

14.2. Bresk kona, sem flúði að heiman og gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams er hún var táningur, vill nú fá að snúa aftur heim. Konan Shamima Begum sem er 19 ára í dag býr nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi og segist sjá eftir því að hafa flúið af heimili foreldra sinna í London fyrir fjórum árum. Meira »

Hvað bíður þessara barna?

13.2. Þau fæddust í ríki sem ekki er lengur til. Feður þeirra flestra eru dánir og mæður þeirra eru frá ríkjum sem vilja þær ekki aftur. Þetta eru börnin sem koma frá Baghouz. Meira »

Tekist á um heimkomu vígamanna

10.2. Eftir að hafa beðið þess árum saman að sonur hans sneri aftur til Frakklands frá Sýrlandi á Jacques Le Brun von á að það geti orðið að veruleika innan tíðar. Le Brun á ekki von á öðru en að sonurinn verði sendur beint í fangelsi við komuna til Frakklands og að hann eigi það væntanlega skilið. Meira »

Of veikburða til að gráta

9.2. Hver mínúta skiptir máli þegar börn eru orðin alvarlega vannærð en stundum er ekki annað í boði en að bíða þegar þú ert á flótta. Yaqin, þriggja mánaða, er við dauðans dyr og í stað þess að þyngjast þá léttist hún bara. „Ég óttast um hana,“ segir móðir hennar en Yaqin er of veikburða til að gráta. Meira »

Ríki íslams tapað öllu í næstu viku

6.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Ríki íslams verði búið að tapa öllu því landssvæði sem það hefur lagt undir sig í Sýrlandi í næstu viku. Meira »

„Ég mun aldrei gleyma“

5.2. „Ég mun aldrei gleyma,“ segir Bissa en hún er ein þeirra fjölmörgu jazída-kvenna sem lenti í klónum á vígamönnum Ríkis íslams í Írak. Hún er ein sjö jazída-kvenna sem náðu loks að flýja úr haldi Ríkis íslams í síðustu viku. Meira »

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

27.1. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásum sem voru gerðar á kaþólska dómkirkju á suðurhluta Filippseyja sem urðu að minnsta kosti 18 manns að bana. Meira »

Lét barn deyja úr þorsta

29.12. 27 ára gömul þýsk kona, þekkt sem Jennifer W, stendur frammi fyrir ákæru vegna stríðsglæpa sem hún er sökuð um að hafa framið sem liðsmaður Ríkis íslams í Írak árið 2015. Meira »

Vara Frakka við að styðja Kúrda

25.12. Yfirvöld í Tyrklandi vöruðu í dag Frakka við því að verja varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi sem hingað til hafa verið studdar af Bandaríkjamönnum. Sögðu þau að hernaðarmáttur Tyrkja væri nægur til að geta borið sigur úr býtum í baráttunni við samtökin Ríki íslams. Meira »