Leiðtogi Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp

Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi sprengdi sig og fjölskyldu sína í …
Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp. AFP

Leiðtogi Ríkis íslams lést í kjölfar árásar Bandaríkjanna í norðurhluta Sýrlands í gær.

Maðurinn hét Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en hann sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarísk hersveit umkringdi felustað hans eftir skotbardaga.

Þá lést sömuleiðis háttsettur fulltrúi hryðjuverkasamtakanna í árásinni, að sögn bandarískra embættismanna. Nafn hans hefur ekki verið birt opinberlega. 

Með dauða Qurayshis var verulegri hryðjuverkaógn létt af heimsbyggðinni, að sögn Joes Bidens Bandaríkjaforseta.

Ríki Íslams hefur ekki brugðist við fréttunum á opinberum vettvangi. 

mbl.is