Níu ára dómur fyrir að halda konu sem þræl

Ríki íslams | 22. júní 2023

Níu ára dómur fyrir að halda konu sem þræl

Þýsk kona á fertugsaldri, sem var í hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, hefur verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að halda Jasíta-konu sem þræl í þrjú ár.

Níu ára dómur fyrir að halda konu sem þræl

Ríki íslams | 22. júní 2023

Jasítar kveikja á kertum í Írak. Myndin er úr safni.
Jasítar kveikja á kertum í Írak. Myndin er úr safni. AFP

Þýsk kona á fertugsaldri, sem var í hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, hefur verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að halda Jasíta-konu sem þræl í þrjú ár.

Þýsk kona á fertugsaldri, sem var í hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, hefur verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að halda Jasíta-konu sem þræl í þrjú ár.

Jasítar (e. Yazidis) eru minnihlutahópur sem hefur verið ofsóttur af hryðjuverkasamtökunum.

Konan, sem er kölluð Nadine K., var meðal annars sakfelld fyrir mansal, glæpi gegn mannkyni og aðild að hryðjuverkasamtökum, að því er BBC greinir frá.

Henni var einnig gefið að sök að hafa hvatt eiginmann sinn til að beita konuna ofbeldi, meðal annars kynferðisofbeldi.

Var um tvítugt

Ríki íslams réðst inn á landsvæði Jasíta-fólksins í norðurhluta Íraks árið 2014. Margir voru drepnir og um sjö þúsund konur og stúlkur voru teknar og hnepptar í þrældóm.

Á meðal þeirra var unga konan, Naveen Al, sem þá var um tvítugt. Nadine K. og eiginmaður hennar hnepptu hana í þrældóm árið 2016.

Naveen Al bar vitni í réttarhöldunum yfir Nadine K. í febrúar og var viðstödd dómsuppkvaðninguna í gær.

Hún greindi frá því í vitali við fréttamiðilinn Sky News að hún hefði verið misnotuð og neydd til að sinna heimilisstörfum fyrir hjónin.

mbl.is