Brottflutningur hermanna að hefjast

Ríki íslams | 9. september 2020

Brottflutningur hermanna að hefjast

Yfir þriðjungur bandarískra hermanna í Írak verður fluttur á brott innan nokkurra vikna að sögn Kenneths McKenzies, yfirherforingja í Bandaríkjaher. 

Brottflutningur hermanna að hefjast

Ríki íslams | 9. september 2020

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. AFP

Yfir þriðjungur bandarískra hermanna í Írak verður fluttur á brott innan nokkurra vikna að sögn Kenneths McKenzies, yfirherforingja í Bandaríkjaher. 

Yfir þriðjungur bandarískra hermanna í Írak verður fluttur á brott innan nokkurra vikna að sögn Kenneths McKenzies, yfirherforingja í Bandaríkjaher. 

McKenzie, sem er yfirmaður Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum, upplýsti fréttamenn um þetta áðan. Hermönnum verður fækkað úr 5.200 í 3.000 í september. Þeir sem verða eftir í Írak munu veita Íraksher aðstoð og ráðgjöf við að brjóta á bak aftur vígasamtökin Ríki íslams.

Frétt BBC

Í síðasta mánuði áréttaði forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fyrirætlanir sínar um að kalla allt herlið Bandaríkjanna frá Írak eins fljótt og auðið er.

AFP
mbl.is