Segja Ísraela hafa myrt einn eftirlýstasta mann heims

Ríki íslams | 14. nóvember 2020

Segja Ísraela hafa myrt einn eftirlýstasta mann heims

Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad segjast hafa myrt háttsettan leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída á götum Teheranborgar í Íran í ágúst að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Yfirvöld í Teheran segja að um sögusagnir sé að ræða. 

Segja Ísraela hafa myrt einn eftirlýstasta mann heims

Ríki íslams | 14. nóvember 2020

Abdullah Ahmed Abdullah.
Abdullah Ahmed Abdullah. AFP

Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad segjast hafa myrt háttsettan leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída á götum Teheranborgar í Íran í ágúst að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Yfirvöld í Teheran segja að um sögusagnir sé að ræða. 

Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad segjast hafa myrt háttsettan leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída á götum Teheranborgar í Íran í ágúst að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Yfirvöld í Teheran segja að um sögusagnir sé að ræða. 

New York Times greindi frá því í gær að samkvæmt ónafngreindum heimildarmönnum tímaritsins innan bandarísku leyniþjónustunnar hefði dóttir Abdullahs Ahmeds Abdullahs, sem var á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu hryðjuverkamenn heims, einnig verið skotin til bana. Dóttir Abdullahs, Miriam, var ekkja sonar Osama bin Ladens, Hazma bin Laden. 

Abdullah var næstráðandi hryðjuverkasamtakanna og var ákærður fyrir aðild að sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjanna í Tansaníu og Keníu árið 1998. 224 létust og rúmlega 5.000 slösuðust í sprengjuárásunum. 

Segja frásögnina uppspuna 

Ísraelar, Bandaríkjamenn og liðsmenn Al-Kaída hafa ekki staðfest morðið á Abdullah enn sem komið er. Aftur á móti gáfu yfirvöld í Teheran út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að frásögn New York Times sé „uppspuni“. Þá neita Íranar því að nokkurn liðsmann Al-Kaída sé að finna í Teheran. 

Í yfirlýsingu íranska stjórnvalda segir að Bandaríkin og Ísrael „reyni að koma sökinni á glæpsamlegu athæfi Al-Kaída og annarra hryðjuverkasamtaka og tengja Íran við slíka hópa með lygum og frumsömdum sögum fyrir fjölmiðla,“ er haft eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni íranska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingunni. 

Þá sakaði Khatibzadeh Bandaríkin og bandamenn þeirra á Mið-Austurlöndum um að hafa skapað Al-Kaída með „rangri nálgun sinni“.

mbl.is