Framtíð norsku ríkisstjórnarinnar rædd

Ríki íslams | 20. janúar 2020

Framtíð norsku ríkisstjórnarinnar rædd

Siv Jen­sen, formaður Fram­fara­flokks­ins, sat á fundi með forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, í klukkustund í morgun og ræddu þær um stöðu mála innan Framfaraflokksins. Þar á bæ er tekist á um endurkomu vígakvenna til landsins.

Framtíð norsku ríkisstjórnarinnar rædd

Ríki íslams | 20. janúar 2020

Siv Jensen er formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra Noregs.
Siv Jensen er formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra Noregs. SCANPIX NORWAY

Siv Jen­sen, formaður Fram­fara­flokks­ins, sat á fundi með forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, í klukkustund í morgun og ræddu þær um stöðu mála innan Framfaraflokksins. Þar á bæ er tekist á um endurkomu vígakvenna til landsins.

Siv Jen­sen, formaður Fram­fara­flokks­ins, sat á fundi með forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, í klukkustund í morgun og ræddu þær um stöðu mála innan Framfaraflokksins. Þar á bæ er tekist á um endurkomu vígakvenna til landsins.

Jensen hefur boðað aðra ráðherra Framfaraflokksins og stjórn flokksins á símafund og hófst hann klukkan 12 að staðartíma, klukkan 11 að íslenskum tíma. Hún greindi fréttamönnum frá þessu er hún yfirgaf skrifstofu forsætisráðherra. Þingforsetinn og þingmaður Framfaraflokksins, Hans-Andreas Limi, er á fundinum með Jensen en talið er að flokkurinn muni jafnvel segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu vegna málsins.

Framfaraflokkurinn er ósáttur við að samþykkt hafi verið af stjórnvöldum að heimila norskum konum sem gengu til liðs við vígasamtökin Ríki íslams að snúa aftur. Ákvörðun stjórnvalda er sögð vera í mannúðarskyni. Framfaraflokkurinn segir að hættan samfara komu þessara kvenna sé meiri en mannúðarskylda Noregs þegar kemur að stuðningi við börn.

Siv Jensen hafði fyrr látið hafa eftir sér að nú væri nóg komið í samstarfinu við Hægriflokkinn. Samkvæmt áætlun forsætisráðherra á Solberg að fara á morgun til Sviss þar sem viðskiptaráðstefn­an er að hefjast í Davos.

Hér er hægt að fylgjast með beinni lýsingu á vef norska ríkisútvarpsins.

Framfaraflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn með Hægriflokknum í sex ár, tvo mánuði og 20 daga, samkvæmt frétt NRK.

mbl.is