Handtóku Frakka á landamærum Tyrklands

Sýrland | 14. desember 2020

Handtóku Frakka á landamærum Tyrklands

Franskur vígamaður, sem er á rauðum handtökulista Interpol, var handtekinn af tyrkneskum sérsveitarmönnum er hann reyndi að laumast yfir landamærin frá Sýrlandi.

Handtóku Frakka á landamærum Tyrklands

Sýrland | 14. desember 2020

AFP

Franskur vígamaður, sem er á rauðum handtökulista Interpol, var handtekinn af tyrkneskum sérsveitarmönnum er hann reyndi að laumast yfir landamærin frá Sýrlandi.

Franskur vígamaður, sem er á rauðum handtökulista Interpol, var handtekinn af tyrkneskum sérsveitarmönnum er hann reyndi að laumast yfir landamærin frá Sýrlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu en maðurinn, sem gengur undir stöfunum C.G., var handtekinn í landamærabænum Reyhanli.

Vígamaðurinn er hluti af Firqatul Ghuraba-hryðjuverkahópnum en hann samanstendur af erlendum vígamönnum sem Omar Omsen fékk til liðs við sig á sínum tíma. Omsen, sem einnig er þekktur undir heitinu Omar Diaby, er Frakki af senegölskum uppruna. Hann var handtekinn í Sýrlandi í ágúst.

Omar var tekinn höndum í Idlib-héraði 30. ágúst af Hayat Tahrir al-Sham, sem eru önnur vígasamtök í Sýrlandi. Hann hefur verið í Sýrlandi nánast frá upphafi stríðsins þar og hefur fengið fjölmarga unga Frakka til liðs við sig í Sýrlandi. 

mbl.is