Þúsundir barna í algjörri óvissu

Sýrland | 14. júlí 2021

Þúsundir barna í algjörri óvissu

Þúsundir erlendra barna, meðal annars breskra barna, standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi og algjörri óvissu í varðhaldsbúðum og fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Litlar líkur eru á að börnin verði aftur flutt til sinna heimalanda. 

Þúsundir barna í algjörri óvissu

Sýrland | 14. júlí 2021

Rússnesk börn sem flutt voru frá Sýrlandi til Rússlands fyrr …
Rússnesk börn sem flutt voru frá Sýrlandi til Rússlands fyrr í júlí. AFP

Þúsundir erlendra barna, meðal annars breskra barna, standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi og algjörri óvissu í varðhaldsbúðum og fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Litlar líkur eru á að börnin verði aftur flutt til sinna heimalanda. 

Þúsundir erlendra barna, meðal annars breskra barna, standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi og algjörri óvissu í varðhaldsbúðum og fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Litlar líkur eru á að börnin verði aftur flutt til sinna heimalanda. 

Foreldrar barnanna studdu Ríki íslam í landinu, en mikill fjöldi barna hefur verið fluttur frá varðhaldsbúðum í sýrlensku eyðimörkinni á lokuð barnaheimili hvaðan þau eru flutt í almenn fangelsi við 18 ára aldur. 

Kúrdísk yfirvöld, sem reka varðhaldsbúðir og lokuð barnaheimili fyrir munaðarlaus börn á svæðinu, segjast ekki ráða við uppgang hryðjuverkasamtakanna. Ríki íslam reyni að fá með sér í lið börn allt frá átta ára aldri. 

Bretland hefur hingað til aðeins náð í fimm bresk börn frá Sýrlandi og voru flest þeirra munaðarlaus. Rússland hefur einnig tekið við nokkrum fjölda barna. Fleiri lönd segjast munu taka við börnum aftur frá Sýrlandi, svo lengi sem mæður þeirra, sem flestar giftust vígamönnum Ríkis íslam, verði eftir í Sýrlandi. 

Bresk móðir sem BBC ræddi við var gift liðsmanni Ríkis íslam áður en hann féll í bardaga. Hún giftist þá öðrum vígamanni sem féll sömuleiðis. Hún segist ómögulega geta orðið viðskila við börn sín, jafnvel þó það þýði að þau eyði ævinni í varðhaldsbúðum í stríðshrjáðu Sýrlandi. 

AFP

Á lokuðu barnaheimili fyrir 12 til 17 ára drengi býr Ahmed, 13 ára. Aðstæðurnar á barnaheimilinu eru betri en í varðhaldsbúðunum, en þrátt fyrir það standa vopnaðir hermenn vörð um heimilið til þess að gæta þess að enginn fari af því. 

Ahmed ólst upp í Lundúnum og Pakistan fyrstu ár ævinnar. Móðir hans fór síðan með hann og systkini hans til Sýrlands til að ganga í raðir Ríkis íslam. Systkini Ahmed og móðir eru nú öll látin. Hann dreymir um að fara til síns heima og hitta frænku sína að nýju. 

„Ég vil sjá fjölskylduna mína, frænku mína. Ég ætla að segja þeim sögu mína, hvað kom fyrir mig. Ég verð að sjá framtíð mína,“ segir Ahmed. 

mbl.is