Sjö drepnir í loftárásum í Sýrlandi

Sýrland | 30. janúar 2023

Sjö drepnir í loftárásum í Sýrlandi

Sjö manns voru drepnir í loftárásum á bílalest sem átti að flytja vopn inn í austurhluta Sýrlands frá Írak.

Sjö drepnir í loftárásum í Sýrlandi

Sýrland | 30. janúar 2023

Bandarískir hermenn í Sýrlandi.
Bandarískir hermenn í Sýrlandi. AFP/Delil Souleiman

Sjö manns voru drepnir í loftárásum á bílalest sem átti að flytja vopn inn í austurhluta Sýrlands frá Írak.

Sjö manns voru drepnir í loftárásum á bílalest sem átti að flytja vopn inn í austurhluta Sýrlands frá Írak.

Þeir sjö sem létust voru „vörubílstjórar og aðstoðarmenn þeirra, enginn þeirra Sýrlendingur“, sögðu mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights.

Sex vörubílar, sem voru að flytja vopn smíðuð í Íran, eyðilögðust í árásunum í landamærahéraðinu Albu Kamal.

Ekkert land hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en Ísraelar hafa gert mörg hundruð árásir á sýrlenskar hersveitir sem eru studdar af sýrlenskum stjórnvöldum og Íran.

mbl.is