Grunaður um að útvega hluti í gerð efnavopna

Sýrland | 27. desember 2021

Grunaður um að útvega hluti í gerð efnavopna

Maður af frönskum og sýrlenskum uppruna hefur verið handtekinn af frönsku lögreglunni grunaður um að hafa útvegað hluti til þess að útbúa efnavopn í Sýrlandi í gegnum útflutningsfyrirtæki sitt.

Grunaður um að útvega hluti í gerð efnavopna

Sýrland | 27. desember 2021

Franska lögreglan handtók manninn.
Franska lögreglan handtók manninn. AFP

Maður af frönskum og sýrlenskum uppruna hefur verið handtekinn af frönsku lögreglunni grunaður um að hafa útvegað hluti til þess að útbúa efnavopn í Sýrlandi í gegnum útflutningsfyrirtæki sitt.

Maður af frönskum og sýrlenskum uppruna hefur verið handtekinn af frönsku lögreglunni grunaður um að hafa útvegað hluti til þess að útbúa efnavopn í Sýrlandi í gegnum útflutningsfyrirtæki sitt.

Maðurinn fæddist árið 1962 og var handtekinn í Suður-Frakklandi í gær. Hann er nú í varðhaldi og er grunaður um „samsæri og hlutdeild í að fremja glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi“ samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar.

Um hálf milljón manns hefur látið lífið í stríðinu í Sýrlandi. Stjórnvöld þar neita hins vegar að þau notist við efnavopn og segjast hafa látið öll slík vopn af hendi árið 2013 vegna samkomulags við Bandaríkin og Rússland.

Samkomulagið var gert í kjölfar sarín-gasárásar í Ghouta-hverfinu í Damaskus þar sem um 1.400 manns létust.

mbl.is