Málið hafi ekkert með #MeToo að gera

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. febrúar 2021

Málið hafi ekkert með #MeToo að gera

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, segir að þó Jón Baldvin sé opinber persóna njóti hann persónuverndar og þurfi ekki að sitja undir ærumeiðandi ummælum.

Málið hafi ekkert með #MeToo að gera

Jón Baldvin Hannibalsson | 12. febrúar 2021

Jón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.
Jón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, segir að þó Jón Baldvin sé opinber persóna njóti hann persónuverndar og þurfi ekki að sitja undir ærumeiðandi ummælum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, segir að þó Jón Baldvin sé opinber persóna njóti hann persónuverndar og þurfi ekki að sitja undir ærumeiðandi ummælum.

Vilhjálmur telur að mál umbjóðanda síns gegn Aldísi Schram, dóttur hans, og Sigmari Guðmundssyni, fréttamanni á RÚV, snúist ekki um #MeToo hreyfinguna eða hafi nokkuð með hana að gera. Lögmaður Aldísar fór fyrr í dag yfir tengsl málsins við #MeToo hreyfinguna.

Við réttarhöld í dag sagði Vilhjálmur að Jón Baldvin hefði aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Hann hafi einu sinni verið ákærður en því máli hafi verið vísað frá. Vissulega hafi sú ákvörðun nú verið kærð til Landsréttar og er málið til meðferðar þar. 

Jón Bald­vin stefndi Al­dísi og Sig­mari fyr­ir um­mæli sem flest voru lát­in falla í Morg­unút­varpi rás­ar tvö og varða meinta aðkomu Jóns Bald­vins að meintri ólög­mætri frels­is­svipt­ingu Al­dís­ar, meint kyn­ferðis­brot og meint sifja­spell.

Segir fullyrðingar Vilhjálms ekki standast

Eins og áður hefur komið fram áttu Sigmar og Helgi Seljan, sem sá um þáttinn með honum, tvo fundi með Aldísi áður en viðtalið var sett í loftið. Degi áður en viðtalið var spilað í útvarpi hafði Sigmar samband við Jón Baldvin og óskaði eftir viðbrögðum hans við því. Hann fékk ekki svör við þeirri beiðni. 

Vilhjálmur furðaði sig á því að þrátt fyrir að Sigmar og Aldís hafi verið með rúman tímaramma til að fara yfir gögn og tala saman hafi Sigmar ákveðið „að vera með mjög knappan tímaramma til þess að gefa [Jóni Baldvini] kost á því að svara fyrir þessar ásakanir.“

Stefán A Svensson, lögmaður Sigmars, og Sigmar við aðalmeðferð málsins …
Stefán A Svensson, lögmaður Sigmars, og Sigmar við aðalmeðferð málsins á miðvikudag.. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán A. Svens­son, lögmaður Sigmars, sagði ekki rétt að Jóni Baldvini hafi verið gefinn knappur tími til að tjá sig. Sigmar hafi reynt að hringja í hann og svo hafi honum verið boðið að veita viðbrögð eftir á. Það fékk Jón Baldvin þegar hann fór í viðtal í Silfrinu. 

„Það er ekki þannig að hann hafi ekki fengið að tjá sig og ekki hafi verið haft samband við hann. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Stefán.

Sagði framburð Hildigunnar ótrúverðugan

Þá sagði Vilhjálmur að Aldísi hafi ekki tekist að sanna að Jón Baldvin hafi framið barnaníð en nokkur ummæla hennar lúta að meintri barnagirnd. Við réttarhöld á miðvikudag komu þrjár konur fyrir dóminn og báru vitni um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins, þeirra á meðal var Hildigunn­ur Hauks­dótt­ir sem sagði að Jón Baldvin hafi þrýst sér upp að henni í sundlaug þegar Hildigunnur var tíu ára gömul. Vilhjálmur sagðist meta framburð Hildigunnar ótrúverðugan.

Ummælin sem Sigmar er sóttur til saka fyrir flutti hann í formi fréttaflutnings af viðtalinu við Aldísi og færslu hennar á Facebook. Í andsvörum sínum sagði Stefán að ekki væri um sjálfstæð ummæli Sigmars að ræða, og ekki um fullyrðingu um sifjaspell að ræða. Ummæli hans væru einfaldlega endursögn á ummælum Aldísar. 

Stefán sagði að um væri að ræða nákvæma endursögn á ummælum Aldísar sem hún setti fram á Facebook. Sigmar hefði ekki gert neina tilraun til að dæma um sekt Jóns Baldvins.

mbl.is