Veittu Jóni upplýsingar um Aldísi og brutu lög

Jón Baldvin Hannibalsson | 9. október 2020

Veittu Jóni upplýsingar um Aldísi og brutu lög

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum um Aldísi Schram stóðust hvorki lög um persónuvernd né reglugerðir lögreglunnar sjálfrar um meðferð persónuupplýsinga.

Veittu Jóni upplýsingar um Aldísi og brutu lög

Jón Baldvin Hannibalsson | 9. október 2020

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotleg við vinnslu gagna um Aldísi …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotleg við vinnslu gagna um Aldísi Schram þegar hún veitti Jóni Baldvini Hannibalssyni aðgang að persónuupplýsingum um Aldísi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum um Aldísi Schram stóðust hvorki lög um persónuvernd né reglugerðir lögreglunnar sjálfrar um meðferð persónuupplýsinga.

Persónuvernd hefur úrskurðað að vinnsla embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum um Aldísi Schram stóðust hvorki lög um persónuvernd né reglugerðir lögreglunnar sjálfrar um meðferð persónuupplýsinga.

Aldís Schram kvartaði hinn 7. maí síðastliðinn til Persónuverndar yfir því að hinn 5. janúar 2012 hefði þáverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Hörður Jóhannesson, veitt Jóni Baldvini Hannibalssyni, föður Aldísar, aðgang að gögnum sem innihéldu persónuupplýsingar um hana.

Hörður veitti Jóni Baldvini aðgang að þessum upplýsingum með skjali undir yfirskriftinni „Til þess er málið varðar“. Í skjalinu kom meðal annars fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði á síðustu árum nokkrum sinnum þurft að hafa afskipti af Aldísi en aldrei fyrir tilstuðlan foreldra hennar, Jóns Baldvins eða Bryndísar Schram. Þetta segir Aldís vera alrangt, í kvörtun sinni til Persónuverndar.

Jón Baldvin „flaggaði“ vottorðinu

Í kvörtun Aldísar til Persónuverndar segir að Jón Baldvin hafi flaggað þessu „vottorði“, sem hafði að geyma persónuupplýsingar um hana, í þætti Silfursins á RÚV í febrúar 2019 og síðan birt í grein í Morgunblaðinu örfáum dögum síðar.

Í úrskurðarorðum Persónuverndar segir að einstaklingar verði að geta treyst því að upplýsingum um þá sé ekki miðlað til óviðkomandi aðila.

„Aðstoð við erlend sendiráð“

Aldís segir einnig í kvörtun sinni til Persónuverndar að hún hafi verið beitt þvingaðri lyfjagjöf vegna meints þunglyndis. Hún hafi síðan verið vistuð á geðdeild í um tvo mánuði að beiðni Jóns Baldvins, þáverandi sendiherra, sem fékk Hauk Guðmundsson, þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, til þess að skrifa upp á beiðnina um nauðungarvistun.

Þá segir enn fremur í kvörtun Aldísar að hún hafi fimm sinnum sætt handtöku af hálfu lögreglunnar en að þrjár þeirra hafi verið óskráðar í kerfum lögreglu. Þá var ein fyrirhuguð handtaka á hendur Aldísi, sem afstýrt var af lögmanni hennar, skráð sem „aðstoð við erlend sendiráð“ í kerfum lögreglunnar en Jón Baldvin Hannibalsson var þá sendiherra Íslands á Spáni.

mbl.is