800 ráðnir til Icelandair

Kórónukreppan | 2. júní 2021

800 ráðnir til Icelandair

Icelandair hefur á síðustu mánuðum ráðið og endurráðið um 800 manns í takt við fjölgun flugferða og til þess að búa sig undir aukin umsvif í sumar.

800 ráðnir til Icelandair

Kórónukreppan | 2. júní 2021

Icelandair hefur á síðustu mánuðum ráðið og endurráðið um 800 manns í takt við fjölgun flugferða og til þess að búa sig undir aukin umsvif í sumar.

Icelandair hefur á síðustu mánuðum ráðið og endurráðið um 800 manns í takt við fjölgun flugferða og til þess að búa sig undir aukin umsvif í sumar.

Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Icelandair Group, í samtali við Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins. Spurð hver skipting starfanna sé segir Elísabet að megnið af störfunum sem ráðið var í séu framleiðslutengd flugstörf, svo sem flugáhafnir og störf í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli.

Þegar umsvif Icelandair Group voru í lágmarki í janúar voru starfsmenn samstæðunnar um 1.500 talsins og stöðugildin tæplega 1.300. Um leið og opnað var fyrir ferðalög bólusettra Bandaríkjamanna til landsins hóf Icelandair markaðssetningarherferð þar í landi sem skilaði sér í aukinni sölu á flugsætum. 

Hér er hægt að lesa umfjöllunina í heild í Markaðnum

mbl.is