Álagið á LSH ekki vegna kórónuveiru

Kórónuveiran COVID-19 | 5. ágúst 2021

Álagið á LSH ekki vegna kórónuveiru

Fjöldi kórónuveirusmita sem greinst hafa undanfarna daga eru ekki aðalástæða vandans sem bráðamóttaka Landspítalans glímir við um þessar mundir, heldur mannekla. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við mbl.is.

Álagið á LSH ekki vegna kórónuveiru

Kórónuveiran COVID-19 | 5. ágúst 2021

Páll Matthíasson segir vanda bráðamóttökunnar snúa helst að mönnun, en …
Páll Matthíasson segir vanda bráðamóttökunnar snúa helst að mönnun, en faraldurinn hefur meiri áhrif á nýtingu gjörgæslurýma. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Fjöldi kórónuveirusmita sem greinst hafa undanfarna daga eru ekki aðalástæða vandans sem bráðamóttaka Landspítalans glímir við um þessar mundir, heldur mannekla. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við mbl.is.

Fjöldi kórónuveirusmita sem greinst hafa undanfarna daga eru ekki aðalástæða vandans sem bráðamóttaka Landspítalans glímir við um þessar mundir, heldur mannekla. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við mbl.is.

Landspítalinn bað starfsfólk í gær um að stytta sumarleyfi sín og mæta aftur til vinnu vegna álags á bráðamóttöku. Álagið er almenns eðlis að sögn Páls:

Fyrst og fremst er þetta álag af almennum veikindum. En síðan auðvitað er það staðreynd að það er fólk að leita til okkar t.d. með hita af óljósum ástæðum, sem þarf að taka alvarlegar þegar tíðni Covid er jafnhá og raun ber vitni. 

Þá segir Páll að það flæki málin þegar leggja þurfi fólk inn:

„Nú erum við með 18 sjúklinga með Covid-19 og það er rúmlega ein deild. Þá náttúrulega á spítala sem er stundum með rúmlega 100% rúmanýtingu, þá munar mjög mikið um það.“

Tuttugu gjörgæslurými en mönnun leyfir aðeins tíu

Þá nefnir Páll að spítalinn sé með um 20 gjörgæslurými en almennt séu einungis 12 í notkun, þar sem mönnun leyfi ekki meira. Tíu rými eru í notkun yfir sumartímann en þrír liggja nú inni á gjörgæslu vegna veirusmits, sem þyngir róðurinn að sögn Páls.

Yfir sumarið hafa gjörgæslurýmin verið 10 og ástæðan er einfaldlega mönnun. Við erum með mjög sérhæft og hámenntað starfsfólk sem rekur þessar gjörgæslur enda er þar okkar bráðveikasta fólk. Og það fólk er örþreytt og þurfti að komast í sumarleyfi. Þannig að fyrir vikið þá gátum við einungis haft 10 rúm opin. Á veturna er miðað við að hafa 12 rúm opin. Mönnun leyfir ekki meira, þótt við höfum í sjálfu sér allt upp í 20 stæði. Þetta snýst um það að okkur vantar í rauninni mannskap og fjármagn til að reka fleiri rúm,” segir Páll.

Töluvert hefur verið að gera hjá gjörgæslunni á undanförnu ári.
Töluvert hefur verið að gera hjá gjörgæslunni á undanförnu ári. Ljósmynd/Landspítalinn

Aðspurður segist Páll vera nýkominn úr sumarleyfi en sneri snemma heim sökum faraldursins.

„Ég náði hátt í fjórum vikum, en á inni nokkra mánuði eins og margir aðrir eftir strembin ár og Covid hjálpaði ekki þar til hjá mér frekar en öðrum. Ég hef sjálfur verið að hvetja mitt fólk til þess að fara í frí og tel það mikilvægt. Fólk er orðið örþreytt. Ég kom fyrr til baka en ég áætlaði, þegar ástandið krafðist þess, eins og við erum nú að biðja starfsfólk um. Það er með þungum huga og af brýnni nauðsyn sem við þurfum núna að biðja fólk um að koma fyrr úr fríi, ef það á möguleika á.“

Vísa fólki annað

Væri ekki réttara að vísa fólki frá bráðamóttökunni, ef ekki er um að ræða alvarleg veikindi? Svo að minna sé að gera og fólk geti klárað fríið sitt?

„Jú, en við þurfum að gera bæði. Álagið er slíkt. Við höfum verið í miklu samstarfi við heilsugæsluna og læknavaktina með mjög miklum árangri undanfarin þrjú ár þar sem við í rauninni metum fólk og vísum því til þessara góðu samstarfsaðila okkar ef kostur er,“ segir hann og heldur áfram:

„Vandi bráðamóttökunnar er annars vegar sá að þangað leitar oft fólk sem ætti frekar heima hjá heilsugæslu eða læknavakt en hins vegar og einkum sá, að við komum ekki fólki sem þarf innlögn af bráðamóttöku inn á viðeigandi deildir á spítalanum. Það er bæði vegna þess að hjá okkur er fjölmargt mjög veikt fólk sem þarf þjónustu okkar,“ segir Páll.

Glíma við vel þekktan útskriftarvanda

Landspítalinn glímir hins vegar við vel þekktan útskriftarvanda einstaklinga sem hafa lokið meðferð og eiga ekki afturkvæmt heim heldur þurfa á sjúkrarými að halda.

„Skortur er á slíkum rýmum, þannig að spítalinn er yfirfullur. Þetta er stærsti vandinn og við höfum verið og erum áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og öðrum stofnunum að því að finna farvegi sem hjálpa,” segir Páll að endingu.

mbl.is