Búast við aukaverkunum vegna örvunarskammta

Kórónuveiran COVID-19 | 5. ágúst 2021

Búast við aukaverkunum vegna örvunarskammta

Bóluefnaframleiðandinn Pfizer vinnur nú að því að uppfæra bóluefni BioNTech svo að efnið geti veitt betri vörn við Delta-afbrigðinu. Vonir standa til að ekki þurfi að bíða jafn lengi eftir uppfærðu bóluefni og bíða þurfti eftir þeim bóluefnum sem gefin hafa verið undanfarna mánuði. 

Búast við aukaverkunum vegna örvunarskammta

Kórónuveiran COVID-19 | 5. ágúst 2021

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Páll …
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundinum í morgun. Ljósmynd/Lögreglan

Bóluefnaframleiðandinn Pfizer vinnur nú að því að uppfæra bóluefni BioNTech svo að efnið geti veitt betri vörn við Delta-afbrigðinu. Vonir standa til að ekki þurfi að bíða jafn lengi eftir uppfærðu bóluefni og bíða þurfti eftir þeim bóluefnum sem gefin hafa verið undanfarna mánuði. 

Bóluefnaframleiðandinn Pfizer vinnur nú að því að uppfæra bóluefni BioNTech svo að efnið geti veitt betri vörn við Delta-afbrigðinu. Vonir standa til að ekki þurfi að bíða jafn lengi eftir uppfærðu bóluefni og bíða þurfti eftir þeim bóluefnum sem gefin hafa verið undanfarna mánuði. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á þriðjudag að bólusetningar hafi ekki skilað því harðónæmi sem vonast var til. Á upplýsingafundi almannavarna í dag var Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, spurð að því hvort að hjarðónæmi gæti þá yfirhöfuð myndast í samfélaginu, án þess að nógu margir sýkist. Kamilla sagði þá að vonir væru bundnar við uppfærslu bóluefna. 

Spurð hve langan tíma það taki að uppfæra bóluefni segir Kamilla, í samtali við mbl.is:

„Markaðsleyfisferlið er svolítið öðruvísi núna en það var, það er fylgst með þróun þessara bóluefna á meðan það er verið að vinna rannsóknirnar þannig að Lyfjastofnun Evrópu hefur aðgang að rannsóknarefni með milliuppgjörum með reglubundnum hætti. Þar að auki eru fordæmi fyrir því að smávægilegar breytingar á mótefnavökvum þurfi ekki nýtt markaðsleyfi," segir hún.

„Það er möguleiki að það verði frekar tilkynning frá framleiðanda um að bóluefnið hafi tekið þessum breytingum og að vörnin hafi verið endurreiknuð miðað við Delta-afbrigðið, ef að þeir ná að gera rannsóknirnar á þannig stað að Delta sé í miklum gangi á meðan þeir eru að rannsaka. Það ætti ekki að vera erfitt eins og staðan er í heiminum í dag,“ bætir hún við.

Tímamark fullrar virkni ekki einfalt 

Í vikunni hófst bólusetning með örvunarskammti meðal starfsfólks skóla sem fengið höfðu Janssen-bóluefni. Borið hefur á gagnrýni á að örvunarskammtarnir hafi ekki verið veittir fyrr, þar sem almennt tekur tíma fyrir bóluefnið að ná virkni og stutt er í að skólahald hefjist. Kamilla segir það ekki vera svo að engin virkni fáist af bóluefninu strax eftir að það er gefið. 

„Alla jafna er litið svo á að örvunarskammtur sé kominn í virkni um leið og hann er gefinn, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Það er komin það sem við getum kallað hámarksvirkni eftir tvær vikur með þessi bóluefni sem við erum að tala um, Pfizer og Moderna, sem þýðir að það er um það bil þegar skólarnir eru að byrja að fyrstu séu komnir með fulla virkni, en það þýðir ekki að það sé engin virkni fyrir það,“ segir Kamilla, og bætir við varðandi þennan hóp:

„Það er ákveðið vesen með vottorðin, því þeir sem hafa fengið Janssen eru þá að fá endurstillingu á gildistímanum þegar þeir fá örvunina. Það er ekki rétt og það er verið að laga það.“

Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Ljósmynd/Lögreglan

Spurð hvort að til greina koma að nýta hraðpróf fyrir reglubundnar sýnatökur meðal starfsfólks og jafnvel nemenda skóla líkt og gert er víða annars staðar segir Kamilla;

„Það er hópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins að skoða hvernig hraðpróf geti nýst hér á landi. Það er ekki minniháttar mál að ætla að skima lungann af samfélaginu með tíðum skimunum, mögulega yrði það gert á einhverjum prófunargrundvelli, en ég held að flestir sem hafa þurft að fara í þessa skimun fagni því ekki að þurfa að fara kannski vikulega.“ Þá bætir Kamilla við að sem stendur sé ekki grundvöllur fyrir því að ráðast í slíkar skimanir. 

Búast við miklum aukaverkunum 

Kamilla sagði á upplýsingafundinum í dag að mikilvægt sé að a.m.k. þrír mánuðir líði frá Covid-sýkingu þangað til þeir sem smitast hafa fái bóluefni. Spurð hvort að þeir sem hafi sýkst af Covid-19 í fyrri bylgjum veirunnar og síðan fengið bóluefni Janssen í sumar, fái annan örvunarskammt með bóluefni Pfizer eða Moderna segir Kamilla:

„Það stendur ekki til að þeir fái örvun núna og ástæðan er sú að við vitum ekki nákvæmlega hvaða áhrif það hefur varðandi aukaverkanir og þess háttar að örva með stuttu millibili. Við erum að búast við því að þeir sem eru að fá núna Pifzer eða Moderna eftir að hafa fengið Janssen fái töluvert af aukaverkunum, að þeir megi gera ráð fyrir því að gera ekki mikið kvöldið og daginn eftir bólusetninguna,“ segir hún. 

„Þeir sem eru með sögu um Covid-sýkingu voru að fá örvun með Janssen-bólusetningu og þá er hugsanlegt ef þeir fá annan örvunarskammt að þeir fái meiri aukaverkanir, þó við vitum það ekki. Á meðan við vitum það ekki og á meðan við horfum á Janssen-skammtinn sem örvun þá eru ekki forsendur fyrir því að mæla með allir sem eru búnir að fá Covid-19 og Janssen fái annan örvunarskammt,“ segir Kamilla, en bætir við að þeir sem hafi sögu um ónæmisbælingu og hafa fengið bæði Covid-19 og bólusetningu, geti átt von á boði í annan örvunarskammt í haust. 

mbl.is