Fauci telur þriðja skammtinn nauðsynlegan

Kórónuveiran COVID-19 | 18. september 2021

Fauci telur þriðja skammtinn nauðsynlegan

Dr. Antony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna segir þriðja bóluefnaskammtinn koma til með að verða nauðsynlegur í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph.

Fauci telur þriðja skammtinn nauðsynlegan

Kórónuveiran COVID-19 | 18. september 2021

Dr. Anthony Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.
Dr. Anthony Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. AFP

Dr. Antony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna segir þriðja bóluefnaskammtinn koma til með að verða nauðsynlegur í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph.

Dr. Antony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna segir þriðja bóluefnaskammtinn koma til með að verða nauðsynlegur í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph.

Síðustu misseri hefur samfélagsleg umræða átt sér stað um ágæti og nauðsyn örvunar- og viðbótarskammta af Covid-bóluefnum. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna féllst ekki á að bjóða öllum 16 ára og eldri upp á örvunarskammt af Pfizer-bóluefninu. Heimildin var takmörkuð fyrir 65 ára og eldri.

Á Íslandi hafa einhverjir efast um nauðsyn þess að gefa bólusettum örvunarskammta á meðan fátækari ríki hafi ekki tök á að sinna grunnbólusetningu.

Fauci sagði við Telegraph að sá háttur yrði líklega hafður á að við notkun mRNA-bóluefna á borð við Pfizer-efnið að þriðji skammtur yrði gefinn nokkrum mánuðum eftir annan skammt. Nauðsyn þess mætti rekja til versnandi ónæmissvars til lengri tíma og reynslu ríkja á borð við Ísrael þar sem efnið hefur verið lengi í notkun. Rannsóknir benda til þess að ónæmissvar versni hraðar nokkrum mánuðum eftir bólusetningu með Pfizer en öðrum efnum.

mbl.is