Einelti og ofbeldi ekki hluti af fótboltanum

MeT­oo - #Ég líka | 2. október 2021

Einelti, kynferðislegt ofbeldi, fordómar og ógeðis orðbragð er ekki hluti af fótboltanum

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir tíma til kominn fyrir knattspyrnuhreyfinguna hér á landi að fylgja tíðarandanum og standa í lappirnar gegn öllu ofbeldi.

Einelti, kynferðislegt ofbeldi, fordómar og ógeðis orðbragð er ekki hluti af fótboltanum

MeT­oo - #Ég líka | 2. október 2021

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, tekur til máls á aukaþinginu …
Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, tekur til máls á aukaþinginu í dag. Gunnar Egill Daníelsson

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir tíma til kominn fyrir knattspyrnuhreyfinguna hér á landi að fylgja tíðarandanum og standa í lappirnar gegn öllu ofbeldi.

Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir tíma til kominn fyrir knattspyrnuhreyfinguna hér á landi að fylgja tíðarandanum og standa í lappirnar gegn öllu ofbeldi.

Vanda tók til máls á aukaþingi KSÍ í dag og sagði meðal annars í ræðu sinni:

„[V]íða um heim og þar á meðal á Íslandi hafa viðhorf til ofbeldis breyst. Það er vel og við þurfum öll að læra það að meginreglan er að við líðum ekki ofbeldi. Við þöggum ekki raddir þolenda og þeirra sem telja á sér brotið. Þvert á móti þá hlustum við á þolendur og skiljum þá ekki eftir í óvissu og vanlíðan með því að taka ekki á málum.

Við stjórnin, sem ennþá hefur ekki hisst með formlegum hætti, og starfsfólkið getum þetta ekki ein. Þið verðið öll að koma með okkur, við verðum öll að vera í sama bát og róa í sömu átt.

Við viljum öll halda áfram að byggja upp öflugt knattspyrnufólk, góða einstaklinga og byggja upp sterk landslið sem ná árangri og efla grasrótina en ég tel að við munum ekki ná þeim árangri nema við horfumst í augu við það að við verðum að breyta til. Við verðum að fylgja tíðarandanum og standa í lappirnar gegn öllu ofbeldi.“

Hún hvatti um leið alla þá sem kynnu að hafa efasemdir um hana í formannsstól KSÍ að gefa henni tækifæri til þess að taka til hendinni innan sambandsins.

„Barátta, læti, hiti og keppnisskap er fótboltinn. Einelti, kynferðislegt ofbeldi, fordómar og ógeðis orðbragð er það ekki. Eins og ég sagði alltaf sem þjálfari: „Spilum með hjartanu.“ Og við hérna inni, leiðum með hjartanu og gerum það sem er rétt.

Notfærum okkur þetta keppnisskap sem ég er viss um að við erum öll með til að ná fram þeim breytingum sem við viljum og þurfum. eins og í öllu setjum við stefnuna á að vera best í þessum málaflokki.

Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi.“

Ræða Vöndu á aukaþingi KSÍ í heild sinni:

„Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra. Með þeim fer mikil reynsla. Við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum.

Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar ötullega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið.

Sjálf hef ég verið partur af þessari hreyfingu nánast allt mitt líf. Byrjaði í yngri flokkum karla með Tindastóli og endaði sem foreldri og sjálfboðaliði. Ég á þessari hreyfingu margt að þakka og ég tel að ég hafi fengið marga af mínum bestu eiginleikum frá fótboltanum. Sem leikmaður, þjálfari, sjálfboðaliði og stjórnarmaður.

Þessi hreyfing okkar er frábær og fótboltinn er mögnuð íþrótt, vinsæl íþrótt hér á landi og um allan heim. Áhuginn er gríðarlegur og allir hafa áhuga á að tala um fótbolta út um allt og áhorfið er í samræmi við það. Sem ,erki um þennan mikla áhuga í samfélaginu á Íslandi þá hef ég ekki tölu á þeim kveðjum sem ég hef fengið og á þeim fjölda sem hafa stöðvað mig, ókunnugt fólk sem hefur stöðvað mig á förnum vegi hvort sem ég er upp í Heiðmörk eða niðri í bæ sem hafa hrósað mér og verið að hvetja mig og okkur öll til góðra verka.

Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Fram undan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það.

Ég er mjög hrifin af því að hugsa allar krísur og erfiðleika sem tækifæri og það eru tækifæri í öllum krísum. Okkar verkefni saman er að gera góða hreyfingu enn betri. Í því samhengi hef ég verið mikið spurð hvað ég ætla að gera. Ég hef meiri áhuga á að tala um hvernig ég vil vinna heldur en hvað. Ég vil hlusta á ykkur og ætla að byrja strax í næstu viku á samráðsfundum og upp úr þeim fundum í samstarfi við stjórnarstarfsfólk vinnum við að okkar aðgerðaáætlun.

Nú er mikilvægt að snúa bökum saman og snúa vörn í sókn og standa þétt við bakið á okkar fólki. Í þeirri orrahríð sem hefur staðið yfir undanfarnar vikur finnst mér sérlega mikilvægt að styðja við þjálfara A-landsliðs karla. Við þurfum að sýna stuðning og þolinmæði í þeirri endurnýjun sem framundan er. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja í því.

Margir í samfélaginu hafa greint frá áhyggjum af stöðunni. Þar á meðal samstarfsaðilar og bakhjarlar eins og við mörg höfum heyrt og lesið. Ég skil þessar áhyggjur en ég vona að okkur takist að sannfæra þá um að halda áfram að vinna með okkur að góðum verkum.

Að lokum vil ég segja að víða um heim og þar á meðal á Íslandi hafa viðhorf til ofbeldis breyst. Það er vel og við þurfum öll að læra það að meginreglan er að við líðum ekki ofbeldi. Við þöggum ekki raddir þolenda og þeirra sem telja á sér brotið. Þvert á móti þá hlustum við á þolendur og skiljum þá ekki eftir í óvissu og vanlíðan með því að taka ekki á málum.

Við stjórnin, sem ennþá hefur ekki hisst með formlegum hætti, og starfsfólkið getum þetta ekki ein. Þið verðið öll að koma með okkur, við verðum öll að vera í sama bát og róa í sömu átt. Við viljum öll halda áfram að byggja upp öflugt knattspyrnufólk, góða einstaklinga og byggja upp sterk landslið sem ná árangri og efla grasrótina en ég tel að við munum ekki ná þeim árangri nema við horfumst í augu við það að við verðum að breyta til. Við verðum að fylgja tíðarandanum og standa í lappirnar gegn öllu ofbeldi.

Íþróttahreyfingin á nefnilega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum.

Barátta, læti, hiti og keppnisskap er fótboltinn. Einelti, kynferðislegt ofbeldi, fordómar og ógeðis orðbragð er það ekki. Eins og ég sagði alltaf sem þjálfari: „Spilum með hjartanu.“ Og við hérna inni, leiðum með hjartanu og gerum það sem er rétt. Notfærum okkur þetta keppnisskap sem ég er viss um að við erum öll með til að ná fram þeim breytingum sem við viljum og þurfum. eins og í öllu setjum við stefnuna á að vera best í þessum málaflokki.

Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi.“

mbl.is