Hátt í hundrað manns saknað á hafi úti

Á flótta | 2. október 2021

Hátt í hundrað manns saknað á hafi úti

Fjölda fólks er saknað eftir að bátur sem flytja átti flökkufólk (e. migrants) frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu hvarf á laugardag. 

Hátt í hundrað manns saknað á hafi úti

Á flótta | 2. október 2021

Flökkufólk á leið frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið. Mynd úr safni.
Flökkufólk á leið frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið. Mynd úr safni. AFP

Fjölda fólks er saknað eftir að bátur sem flytja átti flökkufólk (e. migrants) frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu hvarf á laugardag. 

Fjölda fólks er saknað eftir að bátur sem flytja átti flökkufólk (e. migrants) frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu hvarf á laugardag. 

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu í dag að 89 manns og tvö lík hefðu verið flutt með skipi til líbýsku höfuðborgarinnar Tripoli fyrr í kvöld. Samkvæmt stofnuninni er 40 enn saknað, en mannréttindasamtökin Alarm Phone segja að 70 sé enn saknað. 

Óljóst er hvort að Alarm Phone og Flóttamannastofnunin séu að tala um sama hóp fólks, en samkvæmt Alarm Phone voru 70 um borð í bát sem hvarf fyrir um fjórum dögum nærri Möltu. 

Árlega fara tugir þúsunda flökkufólks yfir Miðjarðarhafið til Evrópu, vanalega frá Líbýu. Hið minnsta 1.369 hafa látist á leiðinni það sem af er ári. 

mbl.is