Á flótta

Ísland tekur þátt í alþjóðasamþykkt um farendur

7.12. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að Ísland tæki þátt í afgreiðslu nýrrar samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga. Gerðir verða ákveðnir fyrirvarar við samþykktina þar sem túlkun Íslands verður áréttuð, í samræmi við það sem helstu grannríki gera. Meira »

Aquarius hættir siglingum á Miðjarðarhafi

7.12. Hjálparsamtökin Læknar án landamæra hafa tilkynnt að þau neyðist til að binda endi á hjálparstarf sitt með björgunarskipinu Aquarius á Miðjarðarhafi. Segja samtökin ástæðuna vera „viðvarandi árásir evrópskra ríkja á björgunar- og leitaraðgerðir þeirra“. Meira »

Athygli sem varð að martröð

6.12. Afganskur drengur, Murtaza Ahmadi, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir ást sína á argentínska knattspyrnumanninum Lionel Messi árið 2016, fékk ósk sína um að hitta goðið uppfyllta en í dag er líf hans, líkt og svo margra flóttamanna, líkara martröð en eðlilegu lífi. Meira »

Líkir eftir þrautum hælisleitenda

4.12. Þrepin í netleiknum „Razor Wire“ eru verulega þung. Fyrst þarf leikmaðurinn að flýja stríð í heimalandi sínu. Síðan þarf að hann að komast undan lögreglu þegar hún gerir húsleit í flóttamannabúðunum og að lokum þarf hann að komast yfir á og forðast á sama tíma lík þeirra sem ekki komust yfir. Meira »

Verður eins erfitt og dýrt og hægt er

4.12. Óæskilegir hælisleitendur verða hýstir á lítilli og afskekktri eyju með mjög takmörkuðum samgöngum samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar. Eyjan Lindholm hýsir í dag rannsóknarmiðstöð í dýrasmitsjúkdómum og ber önnur ferjan sem þangað gengur í dag nafnið Vírus. Meira »

Frusu í hel á landamærunum

4.12. Lík þriggja flóttamanna hafa fundist á þremur stöðum við landamæri Tyrklands. Vitað er að gríska lögreglan hafði skilað einum þeirra til baka yfir landamærin eftir að hann hafði gengið á milli húsa og beðið um hjálp. Meira »

Í skjóli kirkjunnar

2.12. Prestar við kirkju í Haag skutu skjólshúsi yfir armenska fjölskyldu sem var synjað um hæli af hollenskum stjórnvöldum og hafa þeir þjónað til altaris allan sólarhringinn frá 26. október þar sem aldagömul hefð er fyrir því í Hollandi að embættismenn megi ekki koma í opinberum erindagjörðum í kirkju á meðan guðþjónusta stendur yfir. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

12.11. „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Lygamælar á landamærum hjávísindi

3.11. Svonefndir „lygamælar“, tækni sem greinir fínhreyfingar í andliti fólks, er nú í prófunum í Ungverjalandi, Grikklandi og Lettlandi og er tækninni ætlað að sigta út þá sem leita hælis á fölskum forsendum, á þeim landamærasvæðum sem mest mæðir á. Meira »

Þrítugur nemandi í grunnskóla?

2.11. Nemandi á gagnfræðiskólastigi í Ipswich í Bretlandi er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum vegna ásakana um að hann kunni að vera allt að 30 ára gamall. BBC segir nemandann vera talinn vera hælisleitenda sem hóf nám í Stoke-framhaldsskólanum í Ipswich sem nýnemi í upphafi skólaársins. Meira »

Trump segir ósatt um fólkið í göngunni

23.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer ekki leynt með það að hann vill uppræta hóp þúsunda Suður-Ameríkubúa, aðallega frá Hondúras, sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna í þeirri von að komast inn í landið. Meira »

Tveir fórust við strönd Tyrklands

22.10. Tveir létust þegar bátur með flóttafólki sökk við strönd Bodrum í suðvesturhluta Tyrklands í nótt.   Meira »

Halda göngunni áfram inn í Mexíkó

21.10. Hópur tæplega 3.000 Hondúrasbúa, sem ganga nú frá Hondúras til Bandaríkjanna í leit að betra, lífi hélt ferð sinni áfram í dag, en óeirðalögreglan náði að stöðva för hans í gær yfir landamærin frá Gvatemala til Mexíkó. Meira »

Lögreglu tókst að stöðva för hópsins

20.10. Þúsundir Hondúrasbúa sem ferðast nú þvert yfir Mið-Ameríku í átt til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, eru nú fastir við landamæri Mexíkó og Gvatemala eftir að hafa gert tilraun í gær til að komast inn í Mexíkó. Meira »

Náðu að ryðja sér leið inn í Mexíkó

19.10. Yfir 2.000 manna hópur Hondúrasbúa sem flúði ofbeldi og fátækt í heimalandinu, og hyggst ganga í gegnum Gvatemala og Mexíkó til að freista gæfunnar í Bandaríkjunum, náði í dag að ryðja sér leið í gegnum landmæri Gvatemala og inn á yfirráðasvæði Mexíkó. Meira »

Halda ótrauð áfram í von um betra líf

18.10. Áætlun Arely Orellana er frekar einföld, hún ætlar að halda í norðurátt þangað til hún og tvö fimm ára barnabörn hennar sameinast dóttur hennar einhvers staðar í Houston í Texas í Bandaríkjunum. Til þess þurfa þau hins vegar að ganga um 5.000 kílómetra eða svo. Meira »

Íbúar fullir vonleysi og örvæntingar

11.10. Hjálparsamtökin Læknar án landamæra hvöttu áströlsk stjórnvöld í dag til þess að flytja samstundis alla hælisleitendur og flóttamenn á brott af Kyrrahafseyjunni Nauru. Segja samtökin þá sem þar dvelja vera fulla „vonleysis og örvæntingar“. Meira »

Vilja skrá ríkin sem örugg

8.10. Þjóðverjar hafa fjölgað mjög heimsendingum hælisleitenda frá Norður-Afríku að undanförnu og er það vegna bættra samskipta við ríki þar, segir talsmaður þýska innanríkisráðuneytisins. Tekist er á um hversu örugg ríkin eru á þýska þinginu. Meira »

Hótar að loka flugvöllum á Ítalíu

8.10. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hótaði í gær að loka flugvöllum landsins eftir að fjölmiðlar birtu fréttir um að Þjóðverjar hygðust senda leiguflugvélar til Ítalíu með hælisleitendur sem hefur verið synjað um hæli í Þýskalandi. Meira »

Fengu að fara til hafnar á Möltu

30.9. 58 flóttamenn, sem bjargað var um borð í björgunarskipið Aquarius á Miðjarðarhafi fyrir tæpri viku, fengu að fara í land á Möltu í dag. Meira »

Hjálparstarf á Miðjarðarhafi í óvissu

24.9. Björgunarskipið Aquarius, sem hjálparsamtökin Læknar án landamæra og SOS Mediterranee hafa notað við að bjarga hælisleitendum í sjávarháska á Miðjarðarhafinu, hefur misst skráningu sína og er framtíð björgunarstarfsins því í mikilli óvissu. Meira »

Börnum á flótta fjölgar um þriðjung

21.9. Börnum á flótta sem koma í flóttamannabúðir á eyjum við Grikkland hefur fjölgað um þriðjung frá því í fyrra. Yfir sjö þúsund börn, um 850 börn á mánuði að meðaltali, hafa lifað af hættuför yfir hafið og komið til grísku eyjanna það sem af er ári. Eftir því sem fjöldinn eykst verða aðstæður í miðstöðvunum sem hýsa börnin hættulegri. Meira »

Rannsaka árásir á flóttafólk

16.9. Lögreglan í Þýskalandi rannsakar tvær árásir á flóttafólk sem gerðar voru í helgina. Nokkrir særðust í árásunum.  Meira »

400 hælisleitendum bjargað úr Sahara

5.9. Rúmlega 400 manns frá Vestur-Afríku hefur verið bjargað úr eyðimörkinni norður af Níger síðastliðna tvo daga, að sögn flóttamannaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (IOM). Verulega hefur fjölgað í hópi hælisleitenda sem hafa verið skildir eftir í Níger og gert að koma sér sjálfir yfir landamærin til Alsírs. Meira »

„Veit að framtíð mín er hér“

4.9. Þremur árum eftir að Zaid al-Ahmad flúði stríðsástandið í Írak á hann enn í erfiðleikum með að losna úr skrifræðisvefnum í Berlín. Hann er hópi þeirra hundraða þúsunda hælisleitenda sem leitað hafa hælis í Þýskalandi og bíða árum saman í lagalegri óvissu um stöðu sína. Meira »

Miðjarðarhaf aldrei hættulegra

3.9. Aldrei hefur fleira flóttafólk látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, en 1.600 hafa látist eða týnst það sem af er ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Meira »

Ástandið í búðunum við „suðupunkt“

31.8. Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR ) hvatti í dag yfirvöld í Grikklandi til að flýta flutningi til meginlandsins á þeim hælisleitendum á Lesbos sem taldir eru eiga möguleika á aðstoð. Ástandið í móttökubúðunum á Lesbos, sem eru yfirfullar, sé komið að „suðupunkti“. Meira »

Krefjast lokunar á Gvantanamó-búðum Ástralíu

30.8. Tugir mannúðarsamtaka, þar á meðal Amnesty International, hvetja leiðtoga Kyrrahafsríkjanna til þess að krefjast þess að búðum flóttafólks á eyjunni Nauru verði lokað. Meira »

Börðu flóttamann til óbóta

30.8. Flóttamaður var barinn til óbóta af þýskumælandi öfgafólki síðdegis í gær í borginni Wismar í norðurhluta Þýskalands, að sögn lögreglu. Árásin er gerð á sama tíma og öfgafólk hefur staðið fyrir óeirðum á götum úti víða í austurhluta landsins þar sem veru útlendinga í landinu er mótmælt. Meira »

Lögreglan sökuð um leka

29.8. Lögreglan í austurhluta Þýskalands hefur í dag verið sökuð um að kynda undir ófriðarbál með því að leka upplýsingum til öfgahópa um handtökuskipun á hendur tveimur mönnum. Leiddi þetta til þess að til átaka kom á götum úti. Meira »