Á flótta

Hjálparstarf á Miðjarðarhafi í óvissu

24.9. Björgunarskipið Aquarius, sem hjálparsamtökin Læknar án landamæra og SOS Mediterranee hafa notað við að bjarga hælisleitendum í sjávarháska á Miðjarðarhafinu, hefur misst skráningu sína og er framtíð björgunarstarfsins því í mikilli óvissu. Meira »

Börnum á flótta fjölgar um þriðjung

21.9. Börnum á flótta sem koma í flóttamannabúðir á eyjum við Grikkland hefur fjölgað um þriðjung frá því í fyrra. Yfir sjö þúsund börn, um 850 börn á mánuði að meðaltali, hafa lifað af hættuför yfir hafið og komið til grísku eyjanna það sem af er ári. Eftir því sem fjöldinn eykst verða aðstæður í miðstöðvunum sem hýsa börnin hættulegri. Meira »

Rannsaka árásir á flóttafólk

16.9. Lögreglan í Þýskalandi rannsakar tvær árásir á flóttafólk sem gerðar voru í helgina. Nokkrir særðust í árásunum.  Meira »

400 hælisleitendum bjargað úr Sahara

5.9. Rúmlega 400 manns frá Vestur-Afríku hefur verið bjargað úr eyðimörkinni norður af Níger síðastliðna tvo daga, að sögn flóttamannaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (IOM). Verulega hefur fjölgað í hópi hælisleitenda sem hafa verið skildir eftir í Níger og gert að koma sér sjálfir yfir landamærin til Alsírs. Meira »

„Veit að framtíð mín er hér“

4.9. Þremur árum eftir að Zaid al-Ahmad flúði stríðsástandið í Írak á hann enn í erfiðleikum með að losna úr skrifræðisvefnum í Berlín. Hann er hópi þeirra hundraða þúsunda hælisleitenda sem leitað hafa hælis í Þýskalandi og bíða árum saman í lagalegri óvissu um stöðu sína. Meira »

Miðjarðarhaf aldrei hættulegra

3.9. Aldrei hefur fleira flóttafólk látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi, en 1.600 hafa látist eða týnst það sem af er ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Meira »

Ástandið í búðunum við „suðupunkt“

31.8. Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR ) hvatti í dag yfirvöld í Grikklandi til að flýta flutningi til meginlandsins á þeim hælisleitendum á Lesbos sem taldir eru eiga möguleika á aðstoð. Ástandið í móttökubúðunum á Lesbos, sem eru yfirfullar, sé komið að „suðupunkti“. Meira »

Krefjast lokunar á Gvantanamó-búðum Ástralíu

30.8. Tugir mannúðarsamtaka, þar á meðal Amnesty International, hvetja leiðtoga Kyrrahafsríkjanna til þess að krefjast þess að búðum flóttafólks á eyjunni Nauru verði lokað. Meira »

Börðu flóttamann til óbóta

30.8. Flóttamaður var barinn til óbóta af þýskumælandi öfgafólki síðdegis í gær í borginni Wismar í norðurhluta Þýskalands, að sögn lögreglu. Árásin er gerð á sama tíma og öfgafólk hefur staðið fyrir óeirðum á götum úti víða í austurhluta landsins þar sem veru útlendinga í landinu er mótmælt. Meira »

Lögreglan sökuð um leka

29.8. Lögreglan í austurhluta Þýskalands hefur í dag verið sökuð um að kynda undir ófriðarbál með því að leka upplýsingum til öfgahópa um handtökuskipun á hendur tveimur mönnum. Leiddi þetta til þess að til átaka kom á götum úti. Meira »

Milljónir flóttabarna án menntunar

29.8. Fjórar milljónir barna sem eru á flótta ganga ekki í skóla, segir í nýrri skýrslu flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Þetta er fjölgun um hálfa milljón á aðeins einu ári. Meira »

Kyndir Facebook undir andúð?

22.8. Þegar bæjarbúar í Altena eru spurðir hvað ungum slökkviliðsnema gekk til þegar hann braust inn á háaloft í húsi sem hýsti flóttafólk og reyndi að kveikja í húsinu nefna þeir fyrst smábæ á heljarþröm þar sem unga fólkinu leiðist og er vonlítið um framtíð sína. En þeir nefna einnig Facebook. Meira »

Börnum á flótta haldið á eyju

20.8. 119 börnum er haldið í nauðungarvist á eyjunni Nárú í Eyjaálfu. Stjórnmálamenn og aðgerðasinnar reyna nú að leysa börnin úr prísundinni. Á sama tíma hafa borist viðvaranir um að heilsa nokkurra barna sé á hraðri niðurleið. Meira »

„Við erum fjölskylda“

16.8. Ástæðan fyrir því að fjölskylda Pilar, sem er 15 ára, flúði frá Hondúras var ógn sem steðjaði að stúlkunni af hálfu glæpasamtaka. Hún átti að selja líkama sinn í fjáröflunarskyni fyrir samtökin. Fjölskyldan seldi heimilið og flúði land því eins og pabbi hennar segir: „Við erum fjölskylda“. Meira »

Kemur með hælisleitendur til Möltu í dag

15.8. Björgunarskipið Aquarius kemur í dag til Möltu eftir að ríki Evrópusambandsins komust að samkomulagi um að taka við 141 hælisleitendum sem eru um borð í skipinu. Var þar með komið í veg fyrir enn eina milliríkjadeiluna vegna hælisleitenda sem reyna að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Meira »

Fengu loks að koma að landi

9.8. Skip, sem 87 flóttamönnum var bjargað í undan ströndum Líbíu, þurfti að koma að landi á Spáni í dag eftir að hafa siglt dögum saman um Miðjarðarhafið án þess að fá leyfi til að koma til Ítalíu. Meira »

ESB boðar greiðslur fyrir móttöku flóttafólks

24.7. Evrópusambandið tilkynnti á ráðstefnu um málefni flóttafólks í dag að það myndi greiða aðildarríkjum fyrir að taka á móti flóttafólki sem er bjargað af Miðjarðarhafi á leið sinni til álfunnar. Meira »

Rýma búðir hælisleitenda

23.7. Franska lögreglan rýmdi ólöglegar búðir hælisleitenda frá Súdan og Erítreu í borginni Nantes í morgun en þar hafði fólkið haldið til í tjaldbúðum í meira en mánuð. Meira »

Björguðu óléttri konu úr sjávarháska

22.7. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, ætlar að taka við nítján flóttamönnum sem var bjargað eftir að bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafinu í nótt. Herinn á Möltu bjargað fyrst í stað sautján úr hafinu en eftir ábendingu frá þeim hópi var leit gerð að nýju og í henni fannst ólétt kona og barn hennar í sjónum. Meira »

Taka á móti hluta flóttamannanna

15.7. Þýskaland ætlar að taka á móti fimmtíu þeirra 450 flóttamanna sem eru um borð í tveimur landamæragæsluskipa Evrópusambandsins. Fylgja Þjóðverjar þar með fordæmi Frakklands og Möltu sem höfðu boðist til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum hvort. Meira »

Fjöldi Tyrkja leitar hælis í Noregi

13.7. Í júní leituðu 286 hælis í Noregi, þar af yfir helmingurinn frá Tyrklandi. Um 80% hælisumsókna í ár eru frá þessum hópi.  Meira »

Synjað um að koma til hafnar

10.7. Flutningaskipi sem siglir undir ítölskum fána var neitað að koma til hafnar á Ítalíu vegna þess að áhöfn skipsins hafði bjargað 66 flóttamönnum sem voru á reki fyrir utan strönd Líbýu. Meira »

Fengu að koma að landi í Barcelona

4.7. Skip í eigu spænsku félagasamtakanna Proactiva Open Arms lagðist að bryggju í Barcelona í dag með sextíu flóttamenn innanborðs. Hópnum hafði verið bjargað úr hafinu undan ströndum Líbíu. Ítölsk yfirvöld höfðu áður neitað að taka við fólkinu. Meira »

Gefa 12 björgunarbáta til Líbýu

3.7. Ítalska ríkisstjórnin ætlar að gefa Líbýu tólf báta sem verða notaðir í baráttunni gegn mansali og til að draga úr fjölda flóttafólks sem kemur yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Meira »

Ætla að verja landamæri Austurríkis

3.7. Ríkisstjórn Austurríkis hefur varað við því að hún muni jafnvel grípa til aðgerða til þess að verja landamærin við Ítalíu og Slóveníu. Meira »

Hundrað saknað við strendur Líbíu

29.6. Þrjú börn eru látin og um hundrað manns er saknað eftir að gúmmíbátur farand- og flóttafólks sökk við stendur Líbíu fyrr í dag. Um 120 manns voru um borð í bátnum er hann sökk. Meira »

Heimila lokaðar miðstöðvar

29.6. Aðildarríkjum ESB verður frjálst að taka í notkun lokaðar miðstöðvar fyrir flóttamenn. Í þeim eiga þeir að bíða þar til unnið hefur verið úr hælisumsóknum þeirra. Þessi nýja nálgun þykir minna á þær aðferðir sem beitt hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu. Meira »

Samkomulag eftir átakafund

29.6. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um málefni flóttamanna á fundi sem stóð í alla nótt. Forsætisráðherra Ítalíu segir að samkomulagið þýði að land hans beri ekki lengur eitt ábyrgð á málinu í álfunni. Meira »

Ítalía reynir að tefja niðurstöðuna

28.6. Ítalía reynir tefja það að sameiginleg niðurstaða fáist á fundi leiðtoga Evrópusambandsins sem hófst í Brussel í dag, um hvernig eigi að leysa úr málum flóttafólks sem streymir til Evrópu, með því að bíða með að gefa upp afstöðu sína. Meira »

Afstaða til flóttafólks gæti ráðið örlögum ESB

28.6. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að flóttamannavandinn gæti ráðið örlögum Evrópu. Þessi orð lét Merkel falla nokkrum klukkustundum áður en fundur leiðtoga Evrópusambandsins hefst í Brussel. Talið er að hart verði tekist á um hvaða leiðir skuli fara til að mæta vandanum á fundinum. Meira »