Á flótta

Átök á landamærum vegna falsfréttar

5.4. Til átaka kom milli grísku lögreglunnar og hundraða flóttamanna sem hópuðust til borgarinnar Þessalóníku í þeirri von að komast yfir landamærin til Norður-Makedóníu. Meira »

Þrír unglingar ákærðir fyrir yfirtöku

30.3. Þrír unglingar hafa verið ákærðir í Möltu fyrir að taka yfir stjórn flutningaskips sem aðstoðaði flóttafólk á Miðjarðarhafi, en slík tilræði flokkast undir hryðjuverkalög í landinu. Meira »

Skipið komið til hafnar á Möltu

28.3. Hópur fólks á flótta tók yfir stjórn flutningaskips eftir að áhöfn þess hafði komið fólkinu til bjargar á Miðjarðarhafi og ætlaði að sigla með það til hafnar í Líbýu. Hermenn frá Möltu voru sendir um borð í skipið og náðu þeir skipinu á sitt vald og sigldu því til hafnar á Möltu. Meira »

„Minnumst helfararinnar“

24.3. Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar. Meira »

Áttaviti eða dauði

24.3. Þrír Afríkubúar sem voru dæmdir í fangelsi á Sikiley fyrir smygl á fólki frá Líbýu til Evrópu segja að þeir sem standi á bak við smyglið náist aldrei. Þeir séu í öruggu skjóli í Líbýu á meðan flóttamenn eins og þeir séu látnir stýra flóttabátunum með áttavita að vopni. Annars bíði þeirra dauðinn. Meira »

Múr sundrar og skilur að fjölskyldur

19.3. „Að búa við múr sem sundrar og skilur að fjölskyldur hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og ekki síst barna,“ segir Fathy Flefel, verkefnastjóri sálfræðiseturs palestínska Rauða hálfmánans. Meira »

Líkum skolar á land

10.3. Barnslíki skolaði á land á grísku eyjunni Lesbos í dag og er talið að það sé af níu ára gamalli stúlku sem hefur verið saknað síðan bátur, sem hún var um borð í, sökk fyrir austan Lesbos í síðasta mánuði. Meira »

Tveir drengir drukknuðu

7.3. Tveir ungir drengir drukknuðu þegar bátur þeirra sökk skammt frá grísku eyjunni Samos snemma í morgun.   Meira »

Sektuð fyrir að mótmæla brottflutningi

18.2. Elin Ersson, sænskur háskólanemi og aðgerðasinni, hefur nú verið sektuð um 3.000 sænskar krónur eða um tæpar 39.000 íslenskar krónur fyrir að reyna að hindra sænsk yfirvöld í að flytja afganskan hælisleitenda úr landi. Meira »

Flytja flóttafólk að nýju til Jólaeyjar

13.2. Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, segir að flóttamannabúðir á Jólaeyju verði opnaðar að nýju en hart hefur verið deilt um málið á ástralska þinginu. Meira »

Flúði þegar hún fékk að fara á klósettið

11.2. Hind Mohammed al-Bolooki segir fjölskyldu sína hafa læst sig inni í herbergi á heimili fjölskyldunnar í Dúbaí eftir að hún fór fram á skilnað frá eiginmanni sínum. Henni tókst að flýja land og sótti um hæli í Norður-Makedóníu. Þar var hún handtekin og vilja yfirvöld nú senda hana til baka. Meira »

Of veikburða til að gráta

9.2. Hver mínúta skiptir máli þegar börn eru orðin alvarlega vannærð en stundum er ekki annað í boði en að bíða þegar þú ert á flótta. Yaqin, þriggja mánaða, er við dauðans dyr og í stað þess að þyngjast þá léttist hún bara. „Ég óttast um hana,“ segir móðir hennar en Yaqin er of veikburða til að gráta. Meira »

Bjóða 750 þræla velkomna

7.2. Yfirvöld í Kanada hafa ákveðið að bjóða 750 fyrrverandi þræla frá Líbýu velkomna til landsins sem flóttamenn. Ráðherra innflytjendamála segir að hryllilegar myndir frá þrælamörkuðum í Líbýu hafi snert sig mjög og því hafi verið ákveðið að bregðast við beiðni UNHCR. Meira »

Sjö ríki koma fólkinu til bjargar

30.1. Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, segir að björgunarskip Sea Watch fái að koma að landi þar sem sjö lönd hafa samþykkt að taka við 47 flóttamönnum sem eru um borð í skipinu. Fólkinu var bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi fyrir tæpum tveimur vikum. Meira »

Sex drukknuðu á degi hverjum

30.1. Sex manneskjur dóu á hverjum degi í fyrra þegar þær reyndu að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Alls létust eða hurfu 2.275 flóttamenn á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í fyrra. Meira »

Verða að samþykkja að fara

29.1. Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, segir að 47 flóttamenn sem var bjargað á Miðjarðarhafinu af þýsku mannúðarsamtökunum Sea Watch megi koma til hafnar á Ítalíu svo lengi sem þeir samþykki að halda för sinni áfram til Þýskalands eða Hollands. Meira »

Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla

22.1. Frakkar kölluðu sendiherra Ítalíu í landinu á sinn fund í gær til að mótmæla ummælum ítalska varaforsætisráðherrans Luigi Di Maio. Hann hefur sakað frönsk stjórnvöld um að halda áfram nýlendustefnu sinni í Afríku sem valdi því að fólk reynir að flýja yfir til meginlandsins. Meira »

4 til 5 drukkna á degi hverjum

19.1. Þrír flóttamenn létust og að minnsta kosti fimmtán er saknað eftir að hafa lent í sjávarháska skammt fyrir utan strönd Líbýu, samkvæmt upplýsingum frá ítölsku strandgæslunni. Meira »

Komið fram við konur eins og þræla

16.1. Rahaf Mohammed al-Qunun ætlar að berjast fyrir réttindum kvenna. Hún segir komið fram við konur eins og þræla í Sádi-Arabíu.  Meira »

„Myndi flýja þó svo það kostaði mig lífið“

15.1. Yfirmaður Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, Filippo Grandi, segir að hann myndi gera hvað sem er til þess að flýja ef hann sæti fastur í niðurníddum flóttamannabúðum líkt og stór hluti flóttamanna heimsins neyðist til. Meira »

Noti lygamæli á hælisleitendur

11.1. Hælisleitendur sem vilja fá dvalarleyfi í Bretlandi ættu að vera látnir gangast undir próf með lygamæli. Þetta segir David Wood, fyrrverandi yfirmaður innflytjendamála. Meira »

Fá leyfi til að koma á land á Möltu

9.1. Stjórnvöld á Möltu hafa náð samningum við átta ríki Evrópusambandsins um að ríkin skipti á milli sín 49 hælisleitendum sem hafa nú verið fastir á hafi úti vikum saman. Hafa yfirvöld í Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Írlandi, Rúmeníu, Lúxemborg, Hollandi og Ítalíu fallist á að taka við fólkinu. Meira »

Hættulegur staður fyrir konur

9.1. Hundruð þungaðra kvenna, barna sem eru ein á flótta og fólk sem hefur lifað af pyntingar býr við skelfilegar aðstæður í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Dæmi eru um að konur sofi með bleyjur þar sem þær þora ekki á salerni að næturlagi. Meira »

Óttast um líf sitt í heimalandinu

7.1. Ung kona frá Sádi-Arabíu, sem er í haldi taílenskra yfirvalda, verður send aftur til heimalandsins þrátt fyrir að hún hafi grátbeðið um hæli þar sem hún óttast um líf sitt í heimalandinu. Meira »

Björguðu þriggja daga gömlu barni

22.12. Yfirvöld á Möltu fluttu nýbakaða móður og barn hennar með flugi frá spænsku björgunarskipi á Miðjarðarhafi í dag. Barnið er þriggja daga gamalt og fæddist á strönd í Líbýu. Barnið var í lífshættu og var það flutt, ásamt móðurinni, á spítala á Möltu, að sögn góðgerðarsamtakanna Proactiva. Meira »

Ísland tekur þátt í alþjóðasamþykkt um farendur

7.12. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að Ísland tæki þátt í afgreiðslu nýrrar samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga. Gerðir verða ákveðnir fyrirvarar við samþykktina þar sem túlkun Íslands verður áréttuð, í samræmi við það sem helstu grannríki gera. Meira »

Aquarius hættir siglingum á Miðjarðarhafi

7.12. Hjálparsamtökin Læknar án landamæra hafa tilkynnt að þau neyðist til að binda endi á hjálparstarf sitt með björgunarskipinu Aquarius á Miðjarðarhafi. Segja samtökin ástæðuna vera „viðvarandi árásir evrópskra ríkja á björgunar- og leitaraðgerðir þeirra“. Meira »

Athygli sem varð að martröð

6.12. Afganskur drengur, Murtaza Ahmadi, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir ást sína á argentínska knattspyrnumanninum Lionel Messi árið 2016, fékk ósk sína um að hitta goðið uppfyllta en í dag er líf hans, líkt og svo margra flóttamanna, líkara martröð en eðlilegu lífi. Meira »

Líkir eftir þrautum hælisleitenda

4.12. Þrepin í netleiknum „Razor Wire“ eru verulega þung. Fyrst þarf leikmaðurinn að flýja stríð í heimalandi sínu. Síðan þarf að hann að komast undan lögreglu þegar hún gerir húsleit í flóttamannabúðunum og að lokum þarf hann að komast yfir á og forðast á sama tíma lík þeirra sem ekki komust yfir. Meira »

Verður eins erfitt og dýrt og hægt er

4.12. Óæskilegir hælisleitendur verða hýstir á lítilli og afskekktri eyju með mjög takmörkuðum samgöngum samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar. Eyjan Lindholm hýsir í dag rannsóknarmiðstöð í dýrasmitsjúkdómum og ber önnur ferjan sem þangað gengur í dag nafnið Vírus. Meira »