Á flótta

Björguðu 441 flóttamanni

20.2. Líbíska strandgæslan bjargaði 441 flóttamanni úr tveimur bátum í gær. Í öðrum þeirra voru 324 ólöglegir flóttamenn þar af 35 konur og 16 börn sem fengu meðal annars aðstoð frá nálægum fiskibát, að sögn lækna og hersins. Meira »

Líkum skolaði á land

4.2. Lík sextán flóttamanna fundust við strendur spænsku hólmlendunnar Melilla í Miðjarðarhafi. Marokkóskir björgunaraðilar fundu lík þriggja kvenna og þrettán karla. Meira »

Óttast að níutíu hafi farist

2.2. Óttast er að minnsta kosti 90 manns hafi drukknað í dag í enn einu slysinu á Miðjarðarhafi undan ströndum Líbíu.   Meira »

5 skotnir í átökum hælisleitenda í Calais

2.2. Fimm hælisleitendur hið minnsta voru skotnir í átökum sem kom til milli afganskra og erítreskra hælisleitenda í hafnarborginni Calais í Frakklandi. Að minnsta kosti 13 til viðbótar særðust í átökunum sem upphaflega kom til í biðröð eftir matargjöfum. Meira »

Fyrsta sem þú finnur er lyktin

31.1. Fyrsta sem þú finnur er lyktin; stækjan frá kömrum og þúsundum sem ekki hafa komist í bað í langan tíma, segir blaðamaður Washington Post. Við erum að tala um Moria flóttamannabúðirnar á grísku eyjunni Lesbos. Búðum sem mesta lagi er ætlað að hýsa 1.800 manns en þar eru nú um sjö þúsund flóttamenn. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

18.1. UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Hrottar í lífstíðarfangelsi

16.1. Tveir tyrkneskir karlar voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt sýrlenska konu á flótta og tíu mánaða gamalt barn hennar. Mennirnir nauðguðu konunni og börðu hana til bana. Hún var komin tæpa níu mánuði á leið. Mennirnir kyrktu litla barnið en ofbeldið átti sér stað í Sakarya-héraði. Meira »

64 farast úti fyrir stöndum Líbíu

8.1. Talið er að allt að 64 hælisleitendur hafi farist úti fyrir ströndum Líbíu um helgina eftir að bátur þeirra sökk. Reuters-fréttastofan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að 86 af þeim 150 sem voru í gúmmíbátnum hafi verið bjargað og þeir fluttir til Ítalíu. Meira »

290 flóttamönnum bjargað frá drukknun

7.1. 290 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag. Fólkið var um borð í tveimur bátum, en tvær konur létu lífið áður en björgunarmenn náðu til þeirra. Meira »

Yfir 25 drukknuðu

6.1. Óttast er að í það minnsta 25 hafi drukknað er gúmmíbátur sem um 150 flóttamenn voru um borð í lenti í erfiðleikum á Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu í dag. Meira »

Enginn samningur við Úganda

4.1. Yfirvöld í Úganda segja ekki rétt að þau hafi samþykkt að taka á móti þúsundum flóttafólks frá Afríku sem hafa komið til Ísrael með ólöglegum hætti. Meira »

Segja aldursrannsóknir óáreiðanlegar

2.1. Þýskir læknar leggjast gegn tillögum um að ungir hælisleitendur verði skyldaðir til að gangast undir læknisskoðun sem á að skera úr um aldur þeirra. Þýska læknafélagið (Bundesärztekammer) segir slíkt ósiðlegt og að auki óáreiðanlegt. Meira »

Ekki gleyma flóttafólkinu

24.12. Frans páfi hvatti þann 1,3 milljarð jarðarbúa sem er kaþólskrar trúar til þess að hunsa ekki hlutskipti flóttafólks sem hefur neyðst til þess að flýja eigið landvegna þess að leiðtogar landa þeirra hika ekki við að úthella saklausu blóði. Meira »

Hírast í hriplekum tjöldum

23.12. Að eyða jólunum við bakka Saint-Martin-skurðarins í tíunda hverfi Parísarborgar hljómar örugglega dásamlega rómantískt í huga margra en ekki í huga þeirra hælisleitenda sem hírast í hriplekum og köldum tjöldum þar yfir hátíðarnar. Meira »

Bjargað úr sjávarháska á Eyjahafi

14.12. Tyrkneska strandgæslan bjargaði 51 flóttamanni úr sjávarháska á Eyjahafi í morgun. Þeir voru strandaglópar á kletti vestur af Tyrklandi eftir að gúmmíbátur þeirra sökk. Meira »

Úrkula vonar um betra líf

11.12. Úrvinda eftir að hafa setið föst í Serbíu mánuðum saman hefur hópur ungmenna á flótta reynt daglega að komast yfir landamærin til Króatíu án árangurs. Unga fólkið dvelur við ömurlegar aðstæður í landamærabænum Sid. Meira »

„Svívirðileg mannréttindabrot“

8.12. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna segir að sala á flóttafólki á þrælamarkaði í Líbíu sé glæpur gegn mannkyni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem verknaðurinn, sem CNN fletti ofan af, er fordæmdur. Meira »

Fjölskyldur eigi að sameinast í Aleppo

8.12. Formaður Danska þjóðarflokksins (Dansk Folkeparti, DF), Kristian Thulesen Dahl, verður jafnvel að ósk sinni um að Danir herði enn á reglum varðandi móttöku flóttafólks en hann telur að Sýrlendingar sem þar eru eigi að sameinast fjölskyldum sínum í Aleppo ekki í Danmörku. Meira »

Um 80% flóttamanna reyndust eldri

5.12. Ríflega 80% flóttamanna í Svíþjóð reyndust eldri en 18 ára, en þeir höfðu sagst vera yngri, við komuna til landsins. Rannsókn á tæpleg átta þúsund einstaklingum leiddi í ljós að um 6.600 flóttamenn voru eldri en 18 ára. Minni líkur eru á að börn á flótta yngri en 18 ára séu send aftur til heima. Meira »

Borgað fyrir að líta framhjá flóttamönnum

27.11. Sýrlendinginum Aras verða á mistök á flugvellinum í Aþenu er hann beygir til hægri í staðinn fyrir að beygja til vinstri og fyrir vikið lendir hann ekki hjá flugvallastarfsmanninum sem búið var að borga fyrir að hleypa honum í gegn með fölsku skilríkin sín. Meira »

Tugir fórust á Miðjarðarhafi

25.11. Að minnsta kosti 31 flóttamaður drukknaði er bát hvolfdi undan ströndum Líbíu í dag. Fólkið var að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið ásamt öðrum bát. Börn eru meðal hinna látnu. Meira »

Þrír sendifulltrúar til Bangladess

22.11. Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru komnir til Cox‘s Bazar í Bangladess til að hefja störf á tjaldsjúkrahúsi sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólk frá Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

11 ára drengur fyrirfór sér

20.11. Austurríska lögreglan rannsakar nú sjálfsvíg ellefu ára gamals drengs á flótta frá Afganistan. Austurríks yfirvöld eru sökuð um að hafa vitað af stöðu fjölskyldu drengsins en ekkert gert til að aðstoða hana. Meira »

Frakkar fyrstir til að rétta hjálparhönd

20.11. Frakkar eru fyrsta ríkið sem hefur boðist til þess að taka á móti afrískum flóttamnnum sem var bjargað úr flóttamannabúðum í Líbýu fyrr í mánuðinum af starfsmönnum flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Karl Lagerfeld harðlega gagnrýndur

13.11. Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur vakið hörð viðbrögð með ummælum sínum í garð Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir að hafa opnað landamæri Þýskalands fyrir fólki á flótta. Meira »

Neita að yfirgefa búðirnar

2.11. Flóttafólk, sem neitar að yfirgefa flóttamannabúðir ástralskra stjórnvalda á Papúa Nýju-Gíneu, er án vatns, rafmagsns og matarbirgðir eru á þrotum. Búðunum var formlega lokað fyrir tveimur dögum en þar sem flóttafólkið óttast hvað bíður þess neitar það að yfirgefa eyjuna. Meira »

Flóttamenn í hungurverkfalli

1.11. Hópur sýrlenskra flóttamanna hefur nú komið upp tjaldbúðum framan við þinghúsið í Aþenu. Vill fólkið þannig mótmæla töfum á að það fái að sameinast ættingjum sínum í Þýskalandi. Sumir mótmælendanna, sem segjast hafa verið í Grikklandi í meira en ár, hafa nú hafið hungurverkfall. Meira »

Trúðar skemmta rohingja-börnum

30.10. Börn skríktu af gleði er trúðar með rauð nef skemmtu þeim í heimsins stærstu flóttamannabúðum í Bangladess. Í búðunum hafast hundruð þúsunda Rohingja við eftir að hafa flúið heimaland sitt, Búrma. Meira »

Norskum ráðherra nóg boðið

27.10. Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála og þingmanni Framfaraflokksins í Noregi, er nóg boðið eftir að rasistar létu fúkyrðum rigna á samfélagsmiðlum eftir að hún birti mynd af sér á Facebook með sýrlenskri fjölskyldu. Meira »

Pyntaður og seldur í þrældóm

17.10. Hann var pyntaður, seldur í þrældóm í þrígang og er enn í dag ofsóttur af minningum um að hafa séð frænda sinn drukkna. Átján ára gamli Bangladessbúinn Khaled Hossain óttast að hann muni aldrei jafna sig á þeim áföllum sem hann varð fyrir á leið sinni til Evrópu. Meira »