Á flótta

Grátandi börn í búrum

Í gær, 12:29 „Við erum með hljómsveit hér. Það eina sem vantar er hljómsveitarstjórinn,” heyrist landamæravörður segja á hljóðupptöku sem birt er á bandaríska fréttavefnum Pro Publica í gær. Hljóðupptakan er af börnum sem hafa verið aðskilin frá foreldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Meira »

16,2 milljónir hröktust að heiman

Í gær, 05:36 Áætlað er að 16,2 milljónir jarðarbúa hafi hrakist á vergang á síðasta ári en alls eru 68,5 milljónir á vergangi í heiminum. Fólk sem er neytt til þess að yfirgefa heimili sín vegna ofsókna, átaka eða ofbeldis. Af þeim er um helmingur börn. Meira »

Veita hælisleitendum ókeypis heilsugæslu

15.6. Ný ríkisstjórn spænska Sósíalistaflokksins hét því í dag að koma aftur á ókeypis heilsugæsluþjónustu fyrir hælisleitendur. Heilsugæsluþjónustan var lögð niður af síðustu ríkisstjórn sem hluti af sparnaðaraðgerðum. Meira »

Ítölsk stjórnvöld saka Frakka um hræsni

12.6. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sakað ítölsk stjórnvöld um „vantraust og óábyrga hegðun“ með því að neita björgunarskipi sem strandaði í Miðjarðar­haf­inu um að leggjast að bryggju. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu segir afstöðu Frakka til málsins hins vegar einkennast af hræsni. Meira »

Sikiley hætti sem flóttamannabúðir Evrópu

4.6. Nýr innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, segir að Sikiley verði að afsala sér því hlutverki að vera flóttamannabúðir Evrópu. Hann heimsótti eyjuna um helgina og segir að ný ríkisstjórn landsins boði ekki harðlínustefnu í garð innflytjenda heldur sé þetta heilbrigð skynsemi. Meira »

Tjaldbúar fluttir á brott

4.6. Lögreglan í París hóf að rýma tjaldbúðir flóttafólks á tveimur stöðum í borginni snemma í morgun en fyrir fimm dögum voru um eitt þúsund manns fluttir á brott í tímabundin úrræði úr tjaldbúðum í París. Meira »

„Þú gerðir eitthvað einstakt“

3.6. Hugrekki Mamoudou Gassama þegar hann bjargaði fjögurra ára gömlum dreng sem hékk fram af svölum með því að klifra upp fjórar hæðir á 30 sekúndum og koma honum í skjól hefur vakið verðskuldaða athygli. En ummæli forseta Frakklands hafa að sama skapi verið olía á eld umræðunnar um flóttafólk í Evrópu. Meira »

11 farast við strendur Túnis

3.6. Lík ellefu hælisleitenda voru flutt í land og 67 hælisleitendum til viðbótar var bjargað er bátur þeirra tók að sökkva úti fyrir ströndum Túnis í nótt. Leit stendur enn yfir á svæðinu og kann tala látinna því að hækka. Meira »

Flóttadrengir særðir af lögreglu

31.5. Króatíska lögreglan særði tvo tólf ára gamla flóttadrengi alvarlega á landamærum Bosníu en þeir voru farþegar í flutningabíl sem stöðvaði ekki þrátt fyrir að lögregla hafi gefið bílstjóranum merki þar um. Meira »

Sjálfboðaliði Amensty ákærður í Frakklandi

31.5. Frönsk kona, sem er 73 ára gömul og sjálfboðaliði hjá Amnesty International, kom fyrir dómara í gær en hún er ákærð fyrir að hafa aðstoðað tvö afrísk ungmenni við að koma inn í landið á ólöglegan hátt. Meira »

Rýmdu tjaldbúðir í París

30.5. Sérsveit frönsku lögreglunnar rýmdi í dögun stærstu búðir efna­hags­legra flóttamanna (migrants) í höfuðborginni, París. Alls bjuggu um 1.700 manns í tjöldum í búðunum sem nefndar eru „Millenaire“. Meira »

Verði glæpsamlegt að aðstoða flóttamenn

29.5. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur gert drög að frumvarpi um að glæpsamlegt verði að hjálpa flóttafólki að leita hælis í landinu. Ef frumvarpsdrögin verða að lögum óbreytt þá verður t.d. ólöglegt að prenta bæklinga með upplýsingum til hælisleitenda sem og að bjóða þeim matvæli og lögfræðiaðstoð. Meira »

Hetja fær ríkisborgararétt

28.5. Flóttamaður frá Malí sem bjargaði barni frá því að falla af svölum í París fær franskan ríkisborgararétt. Fréttir bárust af afreki Mamoudou Gassama í gær en atvikið átti sér stað á laugardagskvöldið. Meira »

Matarlausir og drukku hland

23.5. Hópi afrískra hælisleitenda var bjargað úti fyrir ströndum Brasilíu um síðustu helgi. Þeir höfðu þá verið á sjó í 35 daga og höfðu sumir þeirra neyðst til að drekka hland til að lifa ferðina af. Mastrið á bátinum var brotið og vélin biluð og bátinn rak hjálparlaust um Atlantshafið er hann fannst. Meira »

Um 400 strandaglópar í eyðimörkinni

22.5. Um 400 flóttamenn, án mikils vatns og matar, fundust í björgunaraðgerð í Sahara-eyðimörkinni í síðustu viku   Meira »

„Brennum þau lifandi“

23.4. Til átaka kom á torgi í miðborg Mytilene á Lesbos í gærkvöldi þegar öfgamenn réðust á hóp flóttamanna sem þar eru í setuverkfalli vegna bágs aðbúnaðar á grísku eyjunni. Nokkrir tugir slösuðust í átökunum sem stóðu langt fram eftir nóttu að sögn lögreglu. Meira »

Lögreglan grípur til aðgerða

23.4. Innanríkisráðherra Frakklands ætlar að senda fjölda lögreglumanna að landmærum landsins við Ítalíu í Ölpunum eftir mótmæli andstæðinga flóttafólks og stuðningsmanna þeirra við landamærin um helgina. Meira »

Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá

15.4. Khatt­ab al-Mohammad segir að loftárásir Bandaríkjanna, Frakka og Breta séu ekkert annað en vitleysa og sé ekki ætlað að koma sýrlensku þjóðinni til aðstoðar. Khattab býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þau komu hingað til lands í janúar 2016. Meira »

Græddu 70.000 evrur á hverri smyglferð

10.4. Ítalska lögreglan greindi frá því í dag að hún hafi leyst upp glæpagengi, sem talið er tengjast íslömskum öfgatrúarmönnum, og sem rukkað hefur hælisleitendur um þúsundir evra fyrir að flytja þá frá Túnis til Ítalíu með hraðbáti. Meira »

Fólk á flótta drukknaði

1.4. Að minnsta kosti fjórir flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar í dag. Báturinn sem þeir voru á er enn ófundinn og óttast er að fleiri séu látnir. Meira »

Líta á Serbíu sem leið inn í Evrópu

30.3. Þar til fyrir sex mánuðum hafði Lovimi-fjölskyldan frá Íran aldrei heyrt um Serbíu. Fjölskyldan býr núna í Belgrad, höfuðborg landsins, eftir að hafa komið til landsins án vegabréfa í ágúst, og bíður fjölskyldan þess að komast áfram til Þýskalands, þar sem hún hyggst hefja nýtt og betra líf. Meira »

Björguðu 441 flóttamanni

20.2. Líbíska strandgæslan bjargaði 441 flóttamanni úr tveimur bátum í gær. Í öðrum þeirra voru 324 ólöglegir flóttamenn þar af 35 konur og 16 börn sem fengu meðal annars aðstoð frá nálægum fiskibát, að sögn lækna og hersins. Meira »

Líkum skolaði á land

4.2. Lík sextán flóttamanna fundust við strendur spænsku hólmlendunnar Melilla í Miðjarðarhafi. Marokkóskir björgunaraðilar fundu lík þriggja kvenna og þrettán karla. Meira »

Óttast að níutíu hafi farist

2.2. Óttast er að minnsta kosti 90 manns hafi drukknað í dag í enn einu slysinu á Miðjarðarhafi undan ströndum Líbíu.   Meira »

5 skotnir í átökum hælisleitenda í Calais

2.2. Fimm hælisleitendur hið minnsta voru skotnir í átökum sem kom til milli afganskra og erítreskra hælisleitenda í hafnarborginni Calais í Frakklandi. Að minnsta kosti 13 til viðbótar særðust í átökunum sem upphaflega kom til í biðröð eftir matargjöfum. Meira »

Fyrsta sem þú finnur er lyktin

31.1. Fyrsta sem þú finnur er lyktin; stækjan frá kömrum og þúsundum sem ekki hafa komist í bað í langan tíma, segir blaðamaður Washington Post. Við erum að tala um Moria flóttamannabúðirnar á grísku eyjunni Lesbos. Búðum sem mesta lagi er ætlað að hýsa 1.800 manns en þar eru nú um sjö þúsund flóttamenn. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

18.1. UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Hrottar í lífstíðarfangelsi

16.1. Tveir tyrkneskir karlar voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt sýrlenska konu á flótta og tíu mánaða gamalt barn hennar. Mennirnir nauðguðu konunni og börðu hana til bana. Hún var komin tæpa níu mánuði á leið. Mennirnir kyrktu litla barnið en ofbeldið átti sér stað í Sakarya-héraði. Meira »

64 farast úti fyrir stöndum Líbíu

8.1. Talið er að allt að 64 hælisleitendur hafi farist úti fyrir ströndum Líbíu um helgina eftir að bátur þeirra sökk. Reuters-fréttastofan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að 86 af þeim 150 sem voru í gúmmíbátnum hafi verið bjargað og þeir fluttir til Ítalíu. Meira »

290 flóttamönnum bjargað frá drukknun

7.1. 290 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag. Fólkið var um borð í tveimur bátum, en tvær konur létu lífið áður en björgunarmenn náðu til þeirra. Meira »