Flóttamenn látnir lausir eftir átta ár

Á flótta | 2. mars 2021

Flóttamenn látnir lausir eftir átta ár

Yfirvöld í Ástralíu hafa látið tugi flóttamanna lausa úr haldi eftir að hafa verið í haldi í flótta­manna­búðum á veg­um ástr­alskra yf­ir­valda á Kyrra­hafs­eyj­un­um Nauru og Man­us á Papúa Nýju-Gín­eu í átta ár.

Flóttamenn látnir lausir eftir átta ár

Á flótta | 2. mars 2021

Eyjan Nauru.
Eyjan Nauru. AFP

Yfirvöld í Ástralíu hafa látið tugi flóttamanna lausa úr haldi eftir að hafa verið í haldi í flótta­manna­búðum á veg­um ástr­alskra yf­ir­valda á Kyrra­hafs­eyj­un­um Nauru og Man­us á Papúa Nýju-Gín­eu í átta ár.

Yfirvöld í Ástralíu hafa látið tugi flóttamanna lausa úr haldi eftir að hafa verið í haldi í flótta­manna­búðum á veg­um ástr­alskra yf­ir­valda á Kyrra­hafs­eyj­un­um Nauru og Man­us á Papúa Nýju-Gín­eu í átta ár.

Yfir 60 flóttamenn hafa verið látnir lausir undanfarna tvo daga en fólkið hafði búið á hótelum og í miðstöðvum fyrir flóttafólk í Brisbane, Sydney og Darwin en það hafði verið flutt af eyjunum til þess að leita sér læknisaðstoðar í Ástralíu. Fólkið fær tímabundið dvalarleyfi en allir þeir sem reyna að komast til Ástralíu með bátum eru sendir í búðirnar á Manus og Nauru. Yfirvöld í Ástralíu segja að stefna landsins í málefnum flóttafólks miði að því að koma í veg fyrir smygl á fólki. 

Svipað stórir hópar voru látnir lausir í desember og janúar við sambærilegar aðstæður. 

Ráðherra heimamála, Peter Dutton, sagði í útvarpsviðtali í janúar að hann teldi að það væri ódýrara að láta flóttafólkið laust heldur en að halda því í flóttamannabúðum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Noeline Balasanthiran Harendran, sem starfar með samtökum lögmanna í málum hælisleitenda í Sydney, var fólkið látið laust eftir að nokkrir flóttamenn fóru með yfirvöld í landinu fyrir dómstóla. Þar átti að fá úr því skorið hvort varðhaldið stæðist lög. Það sé hennar skoðun að óyggjandi sé að það þjóni engum tilgangi að halda fólki við þessar aðstæður. Til þess að halda fólki í varðhaldi verður að vera fyrirliggjandi ástæða. 

mbl.is