Björguðu börnum úr sjávarháska

Á flótta | 30. apríl 2021

Björguðu börnum úr sjávarháska

Á annað hundrað börnum var bjargað úr sjávarháska fyrir utan strönd Líbýu í vikunni. Flest þeirra verða send aftur í yfirfullar búðir sem þar sem þau búa við afar slæmar aðstæður. Búðir þar sem oft er ekkert rennandi vatn eða heilbrigðisþjónusta.

Björguðu börnum úr sjávarháska

Á flótta | 30. apríl 2021

Flóttafólk sem bjargað var og flutt til hafnar að nýju …
Flóttafólk sem bjargað var og flutt til hafnar að nýju í Líbýu. AFP

Á annað hundrað börnum var bjargað úr sjávarháska fyrir utan strönd Líbýu í vikunni. Flest þeirra verða send aftur í yfirfullar búðir sem þar sem þau búa við afar slæmar aðstæður. Búðir þar sem oft er ekkert rennandi vatn eða heilbrigðisþjónusta.

Á annað hundrað börnum var bjargað úr sjávarháska fyrir utan strönd Líbýu í vikunni. Flest þeirra verða send aftur í yfirfullar búðir sem þar sem þau búa við afar slæmar aðstæður. Búðir þar sem oft er ekkert rennandi vatn eða heilbrigðisþjónusta.

Alls var 125 börnum, þar af 114 sem eru fylgdarlaus á flótta, bjargað en í þessari viku er vitað um að 130 flóttamenn hafi farist fyrir utan strönd Líbýu. Það sem af er ári hafa 350 hið minnsta farist á flótta yfir Miðjarðarhafið á leið frá Líbýu til Evrópu. 

Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF eru tæplega 1.100 börn í þessum búðum sem minna meira á fangabúðir en flóttamannabúðir í Líbýu. 

Alls eru um 65 þúsund börn í Líbýu sem eru á flótta. Mörg þeirra hafa engan aðgang að þjónustu eða stuðningi og eru útsett fyrir misnotkun og misbeitingu. Þau sem eru í varðhaldi hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rafmagni, menntun, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu. 

 UNICEF hvetur yfirvöld í Líbýu til að láta öll börn laus úr haldi og hætta að senda innflytjendur í fangabúðir. Eins yfirvöld í Evrópu til að styðja við bakið og taka á móti flóttafólki og hælisleitendum sem koma þar að landi. Jafnframt að viðbúnaður á Miðjarðarhafi verði bættur þannig að hægt sé að bjarga fleiri mannslífum. 

mbl.is