„Rosalega stór tvö skref“

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

„Rosalega stór tvö skref“

„Þetta eru rosalega stór tvö skref sem við erum búin að taka í þessari viku,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag þar sem afléttingar vegna kórónuveirunnar voru kynntar.

„Rosalega stór tvö skref“

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru rosalega stór tvö skref sem við erum búin að taka í þessari viku,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag þar sem afléttingar vegna kórónuveirunnar voru kynntar.

„Þetta eru rosalega stór tvö skref sem við erum búin að taka í þessari viku,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu í dag þar sem afléttingar vegna kórónuveirunnar voru kynntar.

Átti hún þar við breytingar á sóttkvíarreglum, sem feli í sér „gríðarlegar breytingar á nálguninni í faraldrinum“ og hins vegar afléttingu ráðstafana um fjöldatakmörkun úr 10 í 50.

„Við erum að taka varfærið skref en samt mjög ákveðið. Við erum með til hliðsjónar þessa tillögu sóttvarnalæknis um áætlun afléttinga fram í miðjan mars. Ef vel gengur er það frábært en við erum búin að kynna afléttingaáætlanir áður og þess vegna kjósum við að taka ákvörðun um hvert skref í einu,“ sagði Katrín og nefndi að samhljómur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar.

Alma Möller og Víðir Reynisson á blaðamannafundinum.
Alma Möller og Víðir Reynisson á blaðamannafundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eðlilegt samfélag skýrt endamark

Spurð sagði hún fulla afléttingu því ekki hafa komið til greina í þetta sinn. „Við erum með endamarkið skýrt, sem er eðlilegt samfélag en við kjósum að gera þetta svona. Hugsunin er að sjálfsögðu sú að við getum tekið utan um þau sem veikjast, að heilbrigðiskerfið geti tekið utan um þau.“

Hún kvaðst reikna með mjög mörgum smitum næstu vikurnar og að það muni hafa áhrif á ýmiss konar starfsemi, þar á meðal skóla, atvinnulífið og stofnanir. Þess vegna býst hún við erfiðum næstu vikum.

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar á pari við Norðmenn

Spurð út í samanburðinn við hin Norðurlöndin varðandi afléttingar sagði hún töluverðan mun þar á milli. Danir hafi boðað fulla afléttingu 1. febrúar og Færeyingar 28. febrúar, á meðan aðrar Norðurlandaþjóðir séu með aðrar ráðstafanir og Finnar líkast til með þær ströngustu. „Við höfum verið svolítið á pari við Norðmenn,“ sagði hún og minntist einnig á ákveðnar takmarkanir hjá Svíum.

„Ég hugsa að við séum að fara að fá ákveðnar afléttingar víða.“

mbl.is