Á annað þúsund börn látist í bardögum

Jemen | 30. janúar 2022

Á annað þúsund börn látist í bardögum

Tæplega 1.500 börn sem ráðin voru í raðir skæruliðasveita hútha í Jemen létust í bardögum árið 2020. Hundruð barna létust til viðbótar á síðasta ári samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. 

Á annað þúsund börn látist í bardögum

Jemen | 30. janúar 2022

Skæruliðar hútha í Jemen. Á meðal þeirra má sjá barn …
Skæruliðar hútha í Jemen. Á meðal þeirra má sjá barn sem samkvæmt AFP er 8 ára gamalt. AFP

Tæplega 1.500 börn sem ráðin voru í raðir skæruliðasveita hútha í Jemen létust í bardögum árið 2020. Hundruð barna létust til viðbótar á síðasta ári samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. 

Tæplega 1.500 börn sem ráðin voru í raðir skæruliðasveita hútha í Jemen létust í bardögum árið 2020. Hundruð barna létust til viðbótar á síðasta ári samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. 

Í skýrslu sem gerð var fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur fram að skæruliðasveitirnar séu enn að ráða í raðir sínar börn. Uppreisnarhópar nota sumarbúðir og trúarhús til að ná til barna. 

Einnig kemur fram í skýrslunni að loftárásir Sádí-Araba á svæði skæruliðanna í stríðshrjáðu Jemen séu enn að valda dauðsföllum meðal óbreyttra borgara. 

Yfir 10 þúsund börn hafa látist síðan borgarastyrjöldin í Jemen hófst árið 2015. Tugir þúsunda fullorðinna hafa sömuleiðis látið lífið og milljónir borgara hafa þurft að yfirgefa heimili sín. 

Skæruliðasveitir hútha hafa yfirráð yfir höfuðborginni Sanaa og hafa samkvæmt skýrslunni reynt að ala barnahermönnum hatur gagnvart Ísrael og Bandaríkjunum. Allt niður í sjö ára börn hafa verið þjálfuð við vopnaburð. 

mbl.is