Skutu eldflaugum að bandarísku skipi

Ísrael/Palestína | 27. nóvember 2023

Skutu eldflaugum að bandarísku skipi

Hútar í Jemen skutu fyrr í kvöld tveimur eldflaugum í átt að bandaríska tundurspillinum USS Mason, sem nú er staddur í Aden-flóa.

Skutu eldflaugum að bandarísku skipi

Ísrael/Palestína | 27. nóvember 2023

USS Mason er tundurspillir af Arleigh Burke-gerð.
USS Mason er tundurspillir af Arleigh Burke-gerð. Ljósmynd/Bandaríski sjóherinn

Hútar í Jemen skutu fyrr í kvöld tveimur eldflaugum í átt að bandaríska tundurspillinum USS Mason, sem nú er staddur í Aden-flóa.

Hútar í Jemen skutu fyrr í kvöld tveimur eldflaugum í átt að bandaríska tundurspillinum USS Mason, sem nú er staddur í Aden-flóa.

Tundurspillirinn hafði fyrr um kvöldið tekið þátt í aðgerðum til að bjarga olíuflutningaskipinu MV Central Park, en fimm byssumenn reyndu að ræna skipinu og neyða það til hafnar í Jemen, þar sem Hútar fara nú með völd en þeir njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.

Kom bandaríski tundurspillirinn í veg fyrir að sjóránið heppnaðist og handtók sjóræningjana fimm.

Að sögn Jennifer Griffin, varnarmálablaðamanni Fox News, fylgdist tundurspillirinn með eldflaugunum, en þær misstu fljótlega flugið og féllu í Aden-flóa. Sagði Griffin að litið væri á þetta sem umtalsverða stigmögnun hótana Húta í garð bandarískra herskipa, sem hafa m.a. tekið þátt í að skjóta niður eldflaugar sem Hútar hafa reynt að skjóta á Ísrael.

Dan Lamothe, varnarmálablaðamaður Washington Post, staðfesti síðan frásögn Griffin eftir eigin leiðum og bætti við að Hútar hefðu gert aðra tilraun til þess að ræna olíuflutningaskipinu sem USS Mason bjargaði.

Ýmsir sérfræðingar í varnarmálum hafa einnig tjáð sig á Twitter/X og velt þar upp þeim möguleika að um skotflaugar af íranskri gerð, sem eiga að vera sérhannaðar til þess að hitta skip, hafi verið að ræða, en það væri þá í fyrsta sinn í sögunni sem slíkum flaugum er beitt í hernaði.

mbl.is