Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta

Jemen | 17. janúar 2024

Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta

Bandarískar orrustuþotur réðust í dag þriðja sinni á hernaðarleg skotmörk uppreisnarmanna Húta í Jemen og beindu spjótum sínum að fjórum flugskeytum af þeirri gerðinni sem ætlað er að granda skipum en Hútar hafa ítrekað beint skeytum sínum að flutninga- og herförum á Rauðahafi og kveðast vilja stöðva alla vöruflutninga til Ísraels.

Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta

Jemen | 17. janúar 2024

Horft yfir skotmark sprengjuárásar Bandaríkjahers að henni lokinni, nærri flugvellinum …
Horft yfir skotmark sprengjuárásar Bandaríkjahers að henni lokinni, nærri flugvellinum í Sanaa. AFP

Bandarískar orrustuþotur réðust í dag þriðja sinni á hernaðarleg skotmörk uppreisnarmanna Húta í Jemen og beindu spjótum sínum að fjórum flugskeytum af þeirri gerðinni sem ætlað er að granda skipum en Hútar hafa ítrekað beint skeytum sínum að flutninga- og herförum á Rauðahafi og kveðast vilja stöðva alla vöruflutninga til Ísraels.

Bandarískar orrustuþotur réðust í dag þriðja sinni á hernaðarleg skotmörk uppreisnarmanna Húta í Jemen og beindu spjótum sínum að fjórum flugskeytum af þeirri gerðinni sem ætlað er að granda skipum en Hútar hafa ítrekað beint skeytum sínum að flutninga- og herförum á Rauðahafi og kveðast vilja stöðva alla vöruflutninga til Ísraels.

Tveir embættismenn staðfestu við Reuters-fréttastofuna að árásin hefði átt sér stað og hefði flugskeytunum verið grandað þar sem þau hefðu verið fullbúin til skots að skotmörkum á hafinu.

Var árásin gerð degi eftir að flugskeyti Húta hæfði flutningaskipið Gibraltar Eagle, skip í bandarískri eigu skráð á Marshall-eyjum, í gær, mánudag.

Flugskeyti og íhlutir í þau fundust í aðgerð SEAL-sérsveitarinnar í …
Flugskeyti og íhlutir í þau fundust í aðgerð SEAL-sérsveitarinnar í skipi undan strönd Sómalíu í síðustu viku sem kostaði tvo SEAL-menn lífi. Féll annar þeirra í sjóinn í mikilli ölduhæð en hinn kastaði sér á eftir honum til bjargar „ok kom hvártki upp síðan“ eins og sagði af bjarginu og ambáttinni Brák í Egils sögu. Ljósmynd/Aðgerðastjórnstöð Bandaríkjahers/CENTCOM

Ný og harðari afstaða Bandaríkjanna

Hútar hafa ekki linnt árásum sínum þrátt fyrir atlögu Bandaríkjamanna og Breta að herstöðvum þeirra á föstudaginn og skrifar Reuters að árásin í dag sýni svo ekki verði um villst að Bandaríkjaher skirrist nú ekki við að ráðast að nýjum hernaðarlegum skotmörkum á vegum Húta jafnóðum sem þau finnast.

Sýni þetta nýja og harðari afstöðu bandarískra stjórnvalda gegn uppreisnarmönnunum og aðgerðum þeirra.

Lögðu hald á írönsk flugskeyti

Í aðgerð SEAL-sérsveitar bandaríska sjóhersins í síðustu viku lögðu sérsveitarmenn hald á írönsk flugskeyti ásamt íhlutum í slík flugskeyti um borð í flutningaskipi undan strönd Sómalíu sem sýnt þótti að væri á leið með varninginn til Húta í Jemen en írönsk stjórnvöld styðja Húta og báðar fylkingar leggja fæð á palestínsku Hamas-hryðjuverkasamtökin og skjóta Hútar því á öll skip sem þeir ætla að flytji varning til Ísraels sem styðji landið í væringum þeirra og Hamas.

Féll liðsmaður SEAL-sveitarinnar útbyrðis í miklum sjógangi og kastaði annar sér á eftir honum til að freista björgunar félaga síns en báðir hurfu þeir í djúpið.

„Við leitum nú horfinna liðsmanna okkar ákaft,“ sagði Michael „Erik“ Kurilla, hershöfðingi og yfirmaður CENTCOM, aðgerðastjórnstöðvar bandaríkjahers við sjónvarpsstöðina CNN.

Reuters
CNN

mbl.is