Í ljósum logum eftir árás: Herskip komin til hjálpar

Jemen | 26. janúar 2024

Í ljósum logum eftir árás: Herskip komin til hjálpar

Olíuskip er í ljósum logum á Aden-flóa eftir að Hútar hæfðu það með að minnsta kosti einni eldflaug. 

Í ljósum logum eftir árás: Herskip komin til hjálpar

Jemen | 26. janúar 2024

Frá aðgerðum um borð í bandaríska herskipinu USS Dwight D. …
Frá aðgerðum um borð í bandaríska herskipinu USS Dwight D. Eisenhower. AFP

Olíuskip er í ljósum logum á Aden-flóa eftir að Hútar hæfðu það með að minnsta kosti einni eldflaug. 

Olíuskip er í ljósum logum á Aden-flóa eftir að Hútar hæfðu það með að minnsta kosti einni eldflaug. 

Árásin kemur í kjölfar annarrar fyrr í dag, sem gerð var á herskip Bandaríkjanna, en áhöfn skipsins skaut þá eldflaug niður áður en hún gat hæft skotmark sitt.

Skipið óskað eftir aðstoð

Hútar eru studdir af klerkastjórninni í Íran og segjast með árásum sínum vera að styðja málstað Palestínumanna á Gasa í stríði Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas.

Olíuskipið, sem er breskt og ber nafnið Marlin Luanda, heldur enn sjó en hefur óskað eftir aðstoð.

Stofnun á vegum breska sjóhersins, sem fylgist með framgangi viðskipta á heimshöfunum, hefur greint frá árásinni.

Segja eldflaugar hafa hæft skipið

Hútar hafa þegar lýst árásinni á hendur sér og segja fleiri en eina eldflaug hafa hæft skipið.

Talsmaður vígahópsins, Yahya Saree, tilkynnir þetta.

„Árásin hitti í mark og hafði í för með sér að það kviknaði í skipinu,“ segir í yfirlýsingu hans.

Uppfært kl. 21.54:

Herskip hafa svarað hjálparkalli olíuskipsins og sigla nú við hlið þess. Allir skipverjar eru sagðir óhultir.

Áhafnir annarra skipa á svæðinu eru beðnar um að fara með gát.

mbl.is